Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 29
XXVII
um til skýringar. Eigi var liann neinn lirífandi
mælskumaður, og mun málið liafa átt nokkurn þátt
í því, en hann mælti stillilega og alvarlega, notaði
ekki málskruð, leitaðist eigi að jafnaði við að beita
fyndni eða meinyrðum gegn þeim, er hann áttiorða-
stað við, en gjörði sér því meira far um að rök-
styðja mál sitt sem bezt og var opt heppinn og
sigursæll í þessum andlegu, friðsamlegu vopnavið-
skiptum. Aldrei var neinn merkjanlegur ákafi í
ræðum hans, en þó gat hann orðið nokkuð þung-
orður, ef því var að skipta, og allheitur innanbrjósts,
en kunni vel að stilla orðum sínum og fá sagt það,
sem hann þóttist þurfa að segja.
Hilmar Finsen var hinu elskuverðasti maður í
allri viðkynningu, alúðlegur og einlægur, ráðhollur
og velviljaður, gæfiyndur og hógvær. Þó kunni
hann vel að halda virðingu sinni, og kom engum
upp á það að gjöra sér ofdælt við sig. I skoðunum
sínum var hann sjálfstæður og staðfastur, en jafn-
an fús á að heyra skoðanir og röksemdir annara og
taka sanngjarnlega tillit til þeirra. I viðmóti og
framgöngu var hann fremur alvarlegur, en gat ver-
( ið glaðlyndur og skemmtinn á heimili sínu og í við-
tali við vini sína og kunningja. — Starfsmaður og
eljumaður var liann liinn mesti, drjúgvirkur, aðgæt-
inn og áhugasamur, og fórust honum öll störf lip-
urlega úr hendi.
Hann var með hærri mönnum á vöxt, þrekinn
og i gildara lagi, fríður sýnum og höfðinglegur í
framgöngu. Svipurinn var hreinn oggóðmannlegur.
íslendingar munu jafnan minnast Hilmars Fin-
sens sem hreinskilins og einlægs Islandsvinár, og.