Andvari - 01.01.1895, Blaðsíða 145
115
inmu' Brynjólfur Pótursson, einn hinn ágætasti ís-
lendingur á þeim tímum. Þegar hann féll frá, varð
landi vor Oddgeir Stephensen forstöðumaður deildar-
innar og hjelt hann því embætti meðan hann lifði.
Svo mátti virðast, sem engu minni þörí væri á kunn-
ugum manni Islandi og málum þess í þetta embætti
eptir að vér fengum stjórnarskrána en áður, úr þvi
að hin endilegu úrslit allra löggjafarmála vorra
voru eptir sem áður iátin liggja undir úrskurð hinna
dönsku ráðgjafa, og’ varla hefði ráðherra Islands
veitt af að hafa Islending, er eitthvað þekkti til ís-
lands meir en hann, sér til ráðaneytis, en til þess
var forstöðumaður íslenzku stjórnardeildarinnar sjálf-
kjörinn. En stjórnin leit öðruvísi á þetta mái, því
að við fráfall Oddgeirs Stephensen árið 1885 skipaði
hún embætti þetta dönskum manni, sem mjög lítið
þekkti til Islands og íslenzkra mála; gekk þessi
embættisskipun þvert ofan í venjuna, sem á var
komin og enda konungsúrskurðinn 10. nóvbr. 1848.
Þetta vakti mikla óánægju hér á landi, þótti mönn-
um, sem von var, enn gengið allnærri réttindum
vorum og enn minni trygging en áður fyrir því, að
afgreiðsla íslenzkra mála í Kaupmannahöfn yrði af
nokkurri þekking eða kunnugleik; alþingi 1885
skoraði því þegar á stjórnina, að lagfæra þetta og
skipa stjórnardeildina þeim mönnum, er kynnu ís-
lenzka tungu til hlítar, og bæri gott skyn á þau
málefni, er stjórnardeildin liefur til meðferðar falþt.
1885 C. bls. 221). Það fór svo fjarri þvi, að stjórn-
in virti þessa áskorun nokkurs, að hún þvert ofan í
tillögu alþingis skipaði embætti þetta aptur aldönsk-
um manni, er það losnaði árið 1889 og við það sit-
ur enn í dag.
Iiér verður að mínnast á eitt mál, er snertir
8*