Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Síða 4
194
Oscar Wilde.
IDUNN
konungur aldarinnar í öðru ríki, — ríki, sem Baudelaire
nefnir, í innganginum að hinni klassisku þýðing sinni á
verkum Edgar Allan Poe’s, »hinn heilaga píslarvotta-
skara«.
I.
Oscar Wilde fæddist í Dublin 16. október 1854.
Faðir hans, dr. Sir William Wilde, var frægur augn-
læknir, en auk þess fjöllærður fræðimaður, m. a. nafn-
kunnur fornfræðingur. Móðir hans, Lady Wilde, nafn-
kunnur frömuður í þjóðmálum írlands, var hámentuð
kona og unni hvers konar listum hugástum. Hún var
sjálf rithöfundur og átti sér gervinafnið Speranza. Oscar
átti tvö systkin, eldri bróður, William, og systur, sem
andaðist ung. Hann hefir greypt kvenlegan unað systur
sinnar í ógleymanlegar ljóðlínur í kvæðinu Requiescat:
Lily-like, white as snow
She hardly knew
She was a woman, so
Sweetly she grew.
Heimili þeirra Sir Williams og Lady Wilde var mót-
að list og lærdómi, en auk uppeldisins þar hlutu börn
þeirra beztu skólamentun þess tíma. Níu ára gamlir
fóru drengirnir báðir í Portora skóla, einn hinna fjögra
konunglegu skóla á írlandi, og þegar Oscar fór þaðan
aftur, seytján ára gamall, hafði hann náð inngöngu í
Trinity College í Dublin. Við burtfararpróf þaðan, þrem
árum síðar, hlaut hann gullpeninginn fyrir grísku og
verðlaun í grísk-rómverskum fræðum, sem fólgin voru í
árlegri veiting £ 95 um 5 ár. Með þá glaðning fór
hann inn á Oxford, Magdalen College, daginn eftir tví-
tugsafmæli sitt. Af orðum hans í De Profundis má sjá,
hvað hann leggur sjálfur upp úr þeim atburði: »Tvenn