Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Qupperneq 10
200
Oscar Wilde.
IÐUNN
sinn. Þeir höfðu fengið vopnin, sem þá vantaði. Hann
lét sjálfur ekki þetta bál fá tíma til að slokna, fyr en
hann kastaði á það nýjum viði: Þetta sinn skáldverki,
sem deilt er um enn í dag, en að minsta kosti merki-
legu skáldverki: The Pictuve of Dorian Gray. Rómaninn
vakti blátt áfram ofboð. Öll blöðin fyrirdæmdu bókina,
kölluðu hana siðspillandi, eitraða, líkþráa, og mörg þeirra
réðu til að gera útgáfuna upptæka. Walter Pater stóð
fyrir þeim fáliðaða hóp andans manna, sem sáu í þessu
verki nýja og glæsilega hlið á nýju og glæsilegu skáldi,
en með hinum loflega ritdómi sínum vann hann ekki
annað á en að gera sjálfum sér tjón, þótt talinn væri
fastur í sessi, einn hinn nafnfrægasti maður í kennara-
liði Oxfordháskóla. En eitt hafði Oscar Wilde unnið á,
og það framar öllum öðrum listamönnum, sjálfum Lord
Byron ekki undanskildum: að vera á hvers manns vör-
um í London. Fáeinir elskuðu hann, margir óttuðust
y hann, flestir höfuðu hann — en allir töluðu um hann.
Hann stóð nú þarna í raun réttri eins og hann hafði
óskað að sjá sjálfan sig, umvafinn bjarma syndar og
töfra.
Um þetta skeið biðu allir með óþreyju nýrrar bókar
eftir Oscar Wilde, og að eins bókar eftir Oscar Wilde.
Wilde gegndi óþreyjunni — og kom mönnum enn af
nýju að óvörum. Hann gaf út æfintýrasafn, sem hann
nefndi: A House of Pomegranates, og tileinkaði þau
ýmsum dömum af háum stigum, en þessi æfintýr voru
blátt áfram sprottin upp úr fagurfræðilegri þörf, og svo
hlutlaus að efni, svo gersneydd öllu, sem hneykslað gat,
að þó að ekkert enskt skáld hafi ritað fegri æfinfýr, varð
engin sala á bókinni fyrst um sinn. Hún var hlutlaus og
hreinræktuð list — og þar með vonbrigði. Löngu síðar
/