Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 17
iðunn
Oscar Wilde.
207
Frank Harris, sem þekti báða, segir í bók sinni um
Wilde: »Þótt kynlegt sé, var Oscar jafn eftirlátur og
ástúðlegur að eðlisfari sem hinn ungi maður var ein-
ráður, ófyrirleitinn, þrár og drottnunargjarn*. Enda
gengur það eins og rauður þráður gegnum bréf Wilde’s
til Douglass, að hann hafi látið ráðríki þessa vinar síns
fara með sig í gönur.
En þessi bók var það, sem hleypti föður Douglas’s upp.
Queensberry virðist nú raunar ekki hafa verið maður
með öllum mjalla. Hann er ekki að eins bráður, heldur
finnast þess naumast dæmi, að bræði, sem er eðlileg, sé
jafn mikil. Og það er vafasamt, hvort hann hefir ekki ætlað
að svala hér hatri sínu til sonar síns, því að hann gat
ekki búist við, að Oscar Wilde mundi geta bjargað
Douglas frá að lenda í fangelsi. En að minsta kosti
ásetti Queensberry sér að stía vinunum sundur. Hann
hefði getað gert það fyrirhafnarlaust, ef hann hefði ekki
sýnt af sér óprúðmannlega bræði og ómenskt hatur til
sonar síns. Wilde var farinn að þreytast á Douglas. Hann
hafði um þetta leyti unnið sinn glæsilegasta sigur á
leiksviði, með The Importance of Being Earnest, og
sárþráði næði til að skrifa tvö drömu geróskyldrar teg-
undar: A Florentine Tragedy og La Sainte Courtesane
— næði, sem hann gat ekki fsngið í návist Douglas’s.
En Queensberry greip til hrottalegra úrræða. Hann tók
til að beina smánarlegum aðdróttunum að Oscar Wilde
í bréfum lil sonar síns — og fékk aftur smánarleg
andsvör frá Douglas. í einu þessara bréfa til föður síns
ritar hann: »Ef O. W. vildi höfða mál á þig við Aðal-
sakamálaréttinn fyrir mannorðsskemd, mundir þú fá sjö
ára refsingu fyrir þitt smánarlega níð. Svo mikla óbeit
sem ég hefi á þér, vil ég feginn sneiða hjá því vegna
ættarinnar; en dirfistu að ráðast á mig, mun ég verja