Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 19
IÐUNN
Oscar Wilde.
209
III.
Blöðin sögðu frá því einn dag, að í stað þess að
draga úr ásökunum sínum ætlaði Queensberry að leitast
við að sanna þær allar til fullnustu. Aftur réðu vinir
Wilde’s honum að hætta við ákæruna og flýja land.
Hann hafnaði því ráði með fyrirlitning.
Vfirheyrslan fór fram í Aðalsakamálaréttinum og hófst
4. apríl 1895. Dagurinn fór í óslitið einvígi milli lög-
manns verjanda og Oscars Wilde. En einvígið var háð
um bókleg efni, aðallega um siðferðisgildi ritverka
Wilde’s sjálfs, og í því efni hafði enginn neitt að gera
í hans hendur. Hann lék sér að lögmanninum eins og
köttur að mús, hrærði dómsalinn til hláturs og hrifni
til skiftis, og var að endaðri yfirheyrslu umkringdur af
vinum sínum og óskað til hamingju með árangur dagsins.
En undir eins í næstu yfirheyrslu var vörninni snúið
upp í ákæru. Queensberry hafði lagt fyrir réttinn skjal,
þar sem hann ásakaði Wilde fyrir ólöglegar samvistir
við unga menn, sem hann nefndi á nafn. En engin
sönnun fanst fyrir þeim áburði. Og enginn bilbugur fanst
á Oscar Wilde, hann var alveg óhræddur um úrslitin.
En næsta dag tjáði lögmaður Queensberrys, Edward
Carson, að hann ætlaði sér að kveðja til vitnis alla þá
ungu menn, sem hann hafði yfirheyrt Wilde um. Lög-
maður Wilde’s, Sir Edward Clarke, óttaðist þetta bragð,
og eftir langar fortölur við Wilde í einrúmi, kom hann
inn aftur og lýsti yfir því, að hr. Wilde væri fús til að
taka ákæruna aftur og hlíta úrskurðinum: Ekki sekur.
Fagnaðaróp gullu við í salnum. Oscar Wilde var sekur.
Carson stóð undir eins upp og skýrði frá, að úrskurð-
urinn »ekki sekur* merkti, að ásakanir Lord Queens-
löunn XIII.
14