Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Page 42
232
Næiuriöfrar.
IÐUNN
Það er hægt að tala, þótt manni sé andmælt, en það
er ómögulegt að mæta hlátri með rökræðum. Svo varð
ég að þegja. — Tunglið kom hærra á loft og ljós þess
varð skærara. í fjarska heyrði ég gaukinn gala — aftur
og aftur. Það virtist ekki vekja athygli hennar á nokk-
urn hátt. Mig furðaði á því, að raddir slíkrar nætur
virtust ekki hafa nein áhrif á hana. —
Þrátt fyrir læknishjálp og ástundun alla, var enginn
bati sýnilegur. Læknirinn hafði eitt sinn nefnt eitthvað
um breytingu á loftslagi. Og ég fór með hana til Alla-
habad«.
Hér þagnaði Dokhin Babu skyndilega. Hann leit á
mig spyrjandi augum og lét höfuðið hvíia á höndum sér.
Eg sat líka þegjandi. - Ljósið á leirlampanum blakti til
— og þó var nóttin svo hljóð og kyr, að ég heyrði
greinilega suðið í moskítóflugunum. Svo var þögnin rofin
og Dokhin Babu hélt áfram:
»Það var Haran læknir, sem stundaði konu mína, og
að nokkrum tíma liðnum trúði hann mér fyrir því, að
sjúkdómurinn væri ólæknandi og að hún mundi þjást,
þar til dauðinn leysti hana.
Dag nokkurn sagði kona mín við mig: »Þessi sjúk-
dómur ætlar ekki að láta mig lausa, og það lítur ekki
heldur út fyrir að ég muni deyja bráðlega. Hví skyldir
þú sóa æfidögum þínum á lifandi lík, eins og mig?
Vfirgefðu mig og snúðu aftur til lífsins!*
Nú var það mitt að hlæja. En ég gaf ekki hlátrinum
lausan tauminn, eins og hún hafði gert. Stilling mín og
virðuleiki hefði án efa verið samboðinn hverri skáld-
sagnahetju sem vera skyldi, er ég fullvissaði hana um
trygð mína: »A meðan nokkur lífsneisti er til í
mér — —c
Hún stöðvaði mig, áður en ég hafði lokið við setn-