Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Page 42

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Page 42
232 Næiuriöfrar. IÐUNN Það er hægt að tala, þótt manni sé andmælt, en það er ómögulegt að mæta hlátri með rökræðum. Svo varð ég að þegja. — Tunglið kom hærra á loft og ljós þess varð skærara. í fjarska heyrði ég gaukinn gala — aftur og aftur. Það virtist ekki vekja athygli hennar á nokk- urn hátt. Mig furðaði á því, að raddir slíkrar nætur virtust ekki hafa nein áhrif á hana. — Þrátt fyrir læknishjálp og ástundun alla, var enginn bati sýnilegur. Læknirinn hafði eitt sinn nefnt eitthvað um breytingu á loftslagi. Og ég fór með hana til Alla- habad«. Hér þagnaði Dokhin Babu skyndilega. Hann leit á mig spyrjandi augum og lét höfuðið hvíia á höndum sér. Eg sat líka þegjandi. - Ljósið á leirlampanum blakti til — og þó var nóttin svo hljóð og kyr, að ég heyrði greinilega suðið í moskítóflugunum. Svo var þögnin rofin og Dokhin Babu hélt áfram: »Það var Haran læknir, sem stundaði konu mína, og að nokkrum tíma liðnum trúði hann mér fyrir því, að sjúkdómurinn væri ólæknandi og að hún mundi þjást, þar til dauðinn leysti hana. Dag nokkurn sagði kona mín við mig: »Þessi sjúk- dómur ætlar ekki að láta mig lausa, og það lítur ekki heldur út fyrir að ég muni deyja bráðlega. Hví skyldir þú sóa æfidögum þínum á lifandi lík, eins og mig? Vfirgefðu mig og snúðu aftur til lífsins!* Nú var það mitt að hlæja. En ég gaf ekki hlátrinum lausan tauminn, eins og hún hafði gert. Stilling mín og virðuleiki hefði án efa verið samboðinn hverri skáld- sagnahetju sem vera skyldi, er ég fullvissaði hana um trygð mína: »A meðan nokkur lífsneisti er til í mér — —c Hún stöðvaði mig, áður en ég hafði lokið við setn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.