Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Qupperneq 43
ÍÐUNN
Næturtöfrar.
233
inguna: »Svona! Svona! Þú þarft ekki að segja meira.
E{ þú talar þannig, langar mig bara til að gefa upp
öndina«.
Það getur vel verið, að ég hefði ekki viljað kannast
við það fyrir sjálfum mér þá, en nú er mér það ljóst,
að í insta hugskoti mínu var ég þá þegar orðinn þreyttur
á að stunda þenna sjúkling, sem engin von var um.
Vafalaust hefir hún fundið þetta, þrátt fyrir alla mína
umhyggju. Eg skildi það ekki þá, en nú er ég viss um,
að hún gat lesið hug minn eins og opna bók. —
Haran læknir var af sömu stétt og ég. Hann hafði
beðið mig að koma heim til sín eins oft og mig lysti.
Eg var búinn að koma þó nokkrum sinnum, þegar dóttir
hans var gerð kunnug mér. Hún var ógift, þótt hún
væri fullra fimtán ára. (Á Indlandi eru konur venjulega
giftar innan tólf ára). Faðir hennar sagðist enn ekki
hafa gefið hana neinum vegna þess, að hann hefði ekki
getað fundið mann við hennar hæfi og af sömu stétt.
En orðrómurinn sagði, að eitthvað væri bogið við ætt-
erni hennar.
Engin lýti urðu þó séð á henni. Hún var jafn gáfuð
eins og hún var falleg. Af þeirri ástæðu gaf ég mig á
tal við hana, og bar þá stundum margt á góma. Og oft
var orðið áliðið nætur, þegar ég kom heim, og komið
langt fram yfir þann tíma, er ég átti að gefa konu minni
'nn meðulin. Hún vissi það vel, að ég hafði verið hjá
Haran lækni, en hún spurði mig aldrei um ástæðuna
fyrir því, að mér dvaldist svo lengi.
Mér fór að finnast sjúkraherbergið dapurlegt, svo að
®g þoldi vart að vera þar inni. Eg tók að vanrækja
störf mín, og hvað eftir annað gleymdi ég að gefa henni
,nn á ákveðnum tíma.
Endrum og eins sagði læknirinn við mig sem svo: