Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Síða 44
234
Nælurtöfrar.
IÐUNN
»Peim, sem þjást af ólæknandi sjúkdómi, er dauðinn
lausn. Lífið er þeim sjálfum kvöl og öðrum óhamingja*.
Það er vissulega hægt að þola að slíkt sé sagt hisp-
urslaust — svona alment tekið. En þar sem konan mín
var þarna annars vegar, fanst mér að það hefði átt að
liggja kyrt. En ég geri ráð fyrir, að læknar séu kaldari
fyrir spursmálinu um líf og dauða en aðrir menn.
Svo var það einn dag, er ég sat í stofunni við hlið-
ina á sjúkraherberginu, að ég heyrði konu mína segja
við lækninn: »Læknir! Hvers vegna eruð þér altaf að
gefa mér þessi gagnslausu meðul? Fyrst útséð er um
það, að ég geti nokkurn tíma orðið frísk, væri þá ekki
bezt að drepa mig?«
Læknirinn svaraði: »Þér ættuð ekki að tala svona*.
Undir eins og læknirinn var farinn, gekk ég inn til
hennar. Eg settist við rúmið og fór að strjúka henni
þýðlega yfir ennið. Hún sagði: »Það er ákaflega heitt
hérna inni. Þú ættir að ganga út, eins og þú ert vanur.
Ef þú sleppir þinni venjulegu kvöldgöngu, hefir þú ekki
matarlyst á morgun*.
Kvöldganga mín þýddi það, að ég heimsækti lækninn.
Eg hafði sjálfur útskýrt það fyrir henni, að það væri
nauðsynlegt heilsunnar vegna og matarlystarinnar að fá
sér hreyfingu. Nú er ég alveg viss um, að hún hefir á
hverjum degi séð gegnum þessa blekkingu mína. Það
var í raun og veru ég, sem var dreginn á tálar. Og ég
sem hélt að hana grunaði ekkert*.
Dokhin Babu þagnaði. Hann geymdi andlitið í hönd-
um sér og sat hljóður um stund. Svo sagði hann:
»Gefið inér vatn að drekka!* Og er hann hafði fengið
það, hélt hann áfram:
»Einn góðan veðurdag bað dóttir læknisins — hún
hét Monorama — um leyfi til að heimsækja konu mína.