Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Page 48
238
Næturtöfrar.
IÐUNN
Kvöld eitt, snemma hausts, vorum við Monorama á
gangi í garðinum, meðfram ánni. Það var dimt, og
myrkrið gerði umhverfið alt næsta draugalegt. Fuglarnir
létu ekki á sér bæra — ekki svo mikið að þeir berðu
vængjum í svefni. En beggja megin gangstígsins stóðu
kasnarinatrén og andvörpuðu í kvöldkulinu.
Monorama var þreytt og gekk að marmarastéttinni
og setti sig niður. Hún hallaði sér út af, með hend-
urnar undir hnakkanum. Eg settist við hlið hennar.
Þarna undir trénu virtist myrkrið þéttara en annars
staðar. Við gátum ekki séð nema litla rönd af himnin-
um, þar sem stjörnur blikuðu. Sönglið í engisprettunum
var eins og örmjótt band á landamærum hljóms og
þagnar.
Ég hafði drukkið dálítið þetta kvöld og var ör í lund,
venju framar. Þegar augu mín voru farin að venjast
myrkrinu, gat ég séð móta fyrir grannvöxnum líkama
konu minnar í skugga trésins. Hugur minn fyltist angur-
værri þrá. Mér fanst hún vera skuggi einn, sem ég
aldrei framar gæti tekið mér í faðm.
Alt í einu var sem eldur lysti trjátoppana. Hinn gamli
máni — gullinn í haustnóttinni — gægðist fram milli
trjánna. Tunglsljósið féll á andlit þessarar ljósklæddu
veru, sem lá þarna á hvítum marmaranum. Þá stóðst ég
ekki lengur mátið. Ég færði mig nær henni og tók hönd
hennarímína: »Monorama! Þú trúir því kannske ekki —
en ég mun aldrei geta gleymt ást þinni*.
Um leið og ég slepti orðinu, hrökk ég saman. Ég
mundi að ég hafði einu sinni áður sagt þessi sömu orð
við aðra. Og samstundis heyrði ég hljóð — eða þyt.
sem virtist koma úr öllum áttum — frá trjánum, frá
tunglinu, sem var að koma upp, frá breiðum straumi
Oanges-fljótsins: Haha-haha-haha. Hvort það líktist