Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Side 55
ÍÐUNN
Lifandi kristindómur og ég.
245
ómerkilegasta guðsorð ársins. Þessar guðræknisiðkanir
fóru fram um miðaftansbilið.
Til var og í Suðursveit dálítil húslestrabók, sem hét
Misseraskiftaoffur. Hún var lesin nokkra daga kringum
vetrarkomu og sumarmál. Ekki man ég þó, hvort hún
var lesin á heimili foreldra minna. En sumir nágrannar
okkar lásu hana um hver misseraskifti. Enga hugmynd
hefi ég um, hvaða sálmar voru sungnir með þessu
guðsorði.
Frá uppstigningardegi til vetrarkomu var lestrafrí á
virkum dögum á heimili foreldra minna. Það fanst mér
skárstu guðræknisiðkanirnar, á meðan ég var í föðurhúsum.
Auk allra þessara guðræknisiðkana var lesinn langur
húslestur á hverjum helgum degi árið í kring. Þá var
lesin hin lopalanga Péturspostilla. Fyrir og eftir lestur-
inn var sunginn sálmur í sálmabókinni. Fyrst þegar ég
man eftir, var notast við einhverja æfargamla sálma-
bókarútgáfu, prentaða með gotnesku letri. En á síðari
árum mínum heima var nýja sálmabókin komin inn á
hvert heimili. A helgidögum var vanalega lesið um
hádegisbilið. Fyrir mitt minni hafði Jónspostilla verið
lesin á hverjum bæ og sungnir sálmar úr grallaranum.
En sá ósómi var lagður niður á flestum bæjum í Suður-
sveit, þegar ég komst til vits og ára.
Allir þessir húslestrar voru miðaðir við ákveðinn daga-
fjölda. Og þess var vandlega gætt, að þeir >gengju upp«,
sem kallað var, það er að skilja, að lestrar og lestra-
dagar stæðust á endum. Ef það kom fyrir, að lestur
féll niður á virkum degi, var hann lesinn næsta helgi-
dag eða næsta miðvikudag, ef lestur féll niður á langa-
föstu. Slíka daga urðu húslestrarnir tveir. Milli lestra
voru þó altaf látnar líða nokkrar klukkustundir. A helgi-
dögum féllu lestrar aldrei niður, svo að ég muni. Og