Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Side 60
250
Lifandi kristindómur og ég.
IÐUNN
Ur járni og böndum bæði
brotist oft hafði sá
með grimd og ógnaræði,
svo enginn ferðast má
um þann almennings stig,
dvalist í dökkvum heíðum
og dauðra manna leiðum
lemjandi sjálfan sig.
En aldrei var það heyranlegt á baðstofuþekjunni, að
andríki ákvæðaskáldsins hefði tiltakanleg áhrif á skoðan-
ir þeirra þar efra.
Kirkjuferðir voru ekki tíðar í Suðursveit. Fólkið var
svo auðugt að lifandi, innri guðrækni, að kirkjugöngur
hefðu litlu getað bætt við þá fjársjóði. Þegar trúin fjarar
úr hjörtunum, fyllast musterin af skemtunarsjúkum áheyr-
endum. Hér í höfuðstaðnum hefir trúað fólk sements-
kirkjur í staðinn fyrir helgidóm hjartans, þröngsýna klerka
í staðinn fyrir spámenn, síldarplan í staðinn fyrir guðsríki,
krossaðan biskup í staðinn fyrir krossfestan ]esú Krist,
frjálsa samkeppni, gjaldþrota togaraútgerð og ]ón Þor-
láksson í staðinn fyrir heilaga þrenningu og heimatrúboð
til þess að hafa ofan af fyrir sér og troða upp í vind-
göt verðleikanna.
Þetta kalla þeir að vera »höndlaður af ]esú«.
Af heimili foreldra minna var þó kirkja oftast sótt
þrisvar til fjórum sinnum á ári.
Altarisgöngur voru fremur fátíðar. Þó var það undan-
tekningarlaus regla, að börn gengju til Drottins borðs,
vorið sem þau fermdust. Aldrað fólk lét og veita sér
prestlega þjónustu, ef það veiktist alvarlega. Það var
þjóðtrú í Suðursveit, að þá skifti um, eins og fólk orð-
aði það, annaðhvort batnaði sjúklingnum bráðlega eftir
þjónustuna eða Drottinn leysti hann innan skamms að
fullu og öllu frá þjáningum þessa heims. Eg var eitt