Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Síða 76
266
Lifandi kristindómur og ég.
ÍDUNN
ekki nógu kjarnort, þá hætti ég við það í miðjum klíð-
um og greip annað, sem mér fanst krauma betur.
Þessi sjúkdómur aumingja Skjöldu ágerðist með ári
hverju. Og einn sólskinsbjartan haustdag var hún dreg-
in út á blóðvöllinn og skorin á háls. Þann dag sat ég
grátandi að húsabaki, rifjaði upp fyrir mér samveru-
stundir okkar Skjöldu og söng útfararsálma eftir Hall-
grím Pétursson.
Eg lærði Ianga sjóferðamannsbæn og þuldi hana ber-
höfðaður yfir þóftunni minni, áður en formaðurinn kall-
aði lagið. Og þegar sjór var úfinn eða hvalavaður sást fyrir
landi, þá herti ég sem mest ég mátti á sjóferðamanns-
bæninni, svo að mér ynnist tími til að hnýta Faðirvorinu
aftan í hana og nokkrum kröftugum bænarorðum frá
eigin brjósti. Það hélt ég að verkaði betur. Þegar ég
var einn á ferð í myrkri, las ég Faðirvor, signdi mig
og söng sálma við raust.
Nú er mér þetta guðsorð Iöngu gleymt og grafið. Þó
kann ég enn þá Faðirvor, Vertu yfir og alt í kring,
Kristur minn ég kalla á þig, Upp er runninn dagur dýr
og fieira smávegis.
Sigurður prófessor Sívertsen hefir skrifað systematiska
ritgerð í Prestafélagsritið um húslestra og heimilisguð-
rækni. Þar flokkar hann í fimm greinir þær sæluríku
endurminningar, er almenningur búi að frá guðræknis-
iðkununum gömlu. Og hann harmar, að þessir lofsverðu
helgisiðir skuli nú vera að leggjast niður. Eg hefi enga
ástæðu til að bera brigður á, að Sigurður prófessor
Sívertsen hafi verið svo lítilþægur í andlegum efnum,
að honum hafi verið skemt með heimilisguðrækni síðustu
aldar. En öllum þorra manna á mínu reki og yngri að
áratali voru húslestrarnir sannkallað heimilisböl. Eg hefi
‘nt fjölda manna á aldrinum frá 18 til 45 ára eftir þeim