Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Page 81
ÍDUNN
Lifandi kristindómur og ég.
271
asta hugðarefni, sem ég bar fyrir brjósti. Helgakver var
ekkert annað en leiðinleg bók, um leiðinleg efni, sögð
með leiðinlegum orðum af Ieiðinlegum höfundi.
Eg lærði alt Helgakver orðrétt utanbókar, nema alt-
arisgöngubænirnar. Við þær slapp ég einhvern veginn.
En ég slapp ekki við altarisgönguna. Vorið sem ég
fermdist, var mér þröngvað til altarisgöngu. Ég fann
enga löngun hjá mér til að ganga til Guðs borðs. Það
er eina máltíðin, sem ég hefi kviðið fyrir.
Ég hafði séð suma sveitunga mína vera til altaris.
Mér fanst það bæði hlægileg athöfn og hryllileg. Þarna
stöfluðu þeir sér á fjórar fætur fram á rimlagrindur,
sem brakaði í, og átu hvíta pappírsmiða og svelgdu í
sig eitthvað rauðbrúnt úr látúnsspilkomu, sem var fest
ofan á lítinn kertastjaka. Og ég heyrði prestinn lýsa yfir
því í hátíðlegum róm, að þetta væri sannarlegur líkami
og blóð Jesú Krists. Því trúði ég aldrei. Og þó endur-
tók hann þetta aftur og aftur.
Ég sárkendi í brjósti um þessa lítilsigldu sveitunga
mína. Þeir mintu mig á sauðkindur, sem raða sér hungr-
aðar að jötu. Skyldu þeir trúa, að þetta sé líkami og
blóð Jesú Krists? Ætli þeir telji sér trú um, að Guð
verði betri við þá, ef þeir liggi á fjórum fótum og éti
hvíta pappírsmiða og drekki eitthvað rauðbrúnt úr lát-
únsspilkomu? Nei, þetta var of lítilmótleg syndaauðmýkt
fyrir minn smekk. Svona lágt skyldi ég aldrei Ieggjast.
Þarna í hópnum var gömul kona, sem oft hafði sagt
mér sögur. Hún greip hendinni undir kertastjakann,
þegar presturinn bar spilkomuna hálffulla upp að vörum
hennar, og rendi í botn. Þetta fanst mér skrítið. Mig
Sreip undir eins ískyggilegur grunur um þetta blóð Jesú
Krists. Ætli það sé bragðgott? Skyldi það vera svipað
°9 franskt duggukoníjak? Á leiðinni heim frá kirkjunni