Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Page 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Page 81
ÍDUNN Lifandi kristindómur og ég. 271 asta hugðarefni, sem ég bar fyrir brjósti. Helgakver var ekkert annað en leiðinleg bók, um leiðinleg efni, sögð með leiðinlegum orðum af Ieiðinlegum höfundi. Eg lærði alt Helgakver orðrétt utanbókar, nema alt- arisgöngubænirnar. Við þær slapp ég einhvern veginn. En ég slapp ekki við altarisgönguna. Vorið sem ég fermdist, var mér þröngvað til altarisgöngu. Ég fann enga löngun hjá mér til að ganga til Guðs borðs. Það er eina máltíðin, sem ég hefi kviðið fyrir. Ég hafði séð suma sveitunga mína vera til altaris. Mér fanst það bæði hlægileg athöfn og hryllileg. Þarna stöfluðu þeir sér á fjórar fætur fram á rimlagrindur, sem brakaði í, og átu hvíta pappírsmiða og svelgdu í sig eitthvað rauðbrúnt úr látúnsspilkomu, sem var fest ofan á lítinn kertastjaka. Og ég heyrði prestinn lýsa yfir því í hátíðlegum róm, að þetta væri sannarlegur líkami og blóð Jesú Krists. Því trúði ég aldrei. Og þó endur- tók hann þetta aftur og aftur. Ég sárkendi í brjósti um þessa lítilsigldu sveitunga mína. Þeir mintu mig á sauðkindur, sem raða sér hungr- aðar að jötu. Skyldu þeir trúa, að þetta sé líkami og blóð Jesú Krists? Ætli þeir telji sér trú um, að Guð verði betri við þá, ef þeir liggi á fjórum fótum og éti hvíta pappírsmiða og drekki eitthvað rauðbrúnt úr lát- únsspilkomu? Nei, þetta var of lítilmótleg syndaauðmýkt fyrir minn smekk. Svona lágt skyldi ég aldrei Ieggjast. Þarna í hópnum var gömul kona, sem oft hafði sagt mér sögur. Hún greip hendinni undir kertastjakann, þegar presturinn bar spilkomuna hálffulla upp að vörum hennar, og rendi í botn. Þetta fanst mér skrítið. Mig Sreip undir eins ískyggilegur grunur um þetta blóð Jesú Krists. Ætli það sé bragðgott? Skyldi það vera svipað °9 franskt duggukoníjak? Á leiðinni heim frá kirkjunni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.