Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Side 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Side 82
272 Lífandi kristindómur og ég. IÐUNN spurði ég Stein afa minn einslega, hvers vegna gamla konan hefði drukkið upp úr spilkomunni. Þa — þa var messuvín i kaleiknum, karl minn. Er þetta messuvín eins gott og duggukoníjak? Stopp! þe — þetta er óáfengur askoti. Eg var staðráðinn í að ganga aldrei til altaris. En nú fór sem endranær, þegar ég átti í höggi við guð- ræknisiðkanir, að ég var neyddur til að láta undan. Nokkrar vikur fyrir altarisferðina þjáðist ég af smán og viðbjóði. Einkum bauð mér við að liggja á fjórum fót- um og éta hvítan pappírsmiða, sem ég heyrði fullorðna fólkið kalla oflátu. Ég var sannfærður um, að oflátan hlyti að gera mér bölvun. Annaðhvort yrði ég að hósta henni upp úr mér eða renna henni niður og eyðileggja í mér magann. Ef til vill límdist hún líka fyrir barka- opið og kæfði mig. Þó fanst mér sú tilhugsun jafnvel kvíðvænlegust að fara að hósta og ræskja mér inni í mannsöfnuðinum og frammi fyrir hempuskrýddum presti. Það yrði saga til næsta bæjar. Og hvað átti ég svo að gera við oflátuna? Átti ég að skyrpa henni niður á gólf? Ég sá enga leið til að lauma henni undan, svo að lítið bæri á. Þessu flókna vandamáli velti ég fyrir mér fram og aftur og aftur og fram í margar vikur, en heilabrot mín báru engan árangur. Á æskuárum mínum þjáðist ég af þrotlausum ótta. Égvar hræddur við illhveli. Ég var hræddur við orma, pöddur og ála. Ég var hræddur við ofviðri. Ég var hræddur við guð- ræknisiðkanir. Ég var hræddur við mýs og stórhyrnda ^ / hrúta. Eg var hræddur við sóttir og dauða. Eg var / / hræddur við lík. Eg var hræddur við naut. Eg var hræddur við myrkrið. Ég var hræddur við illa anda. En hræddastur var ég þó við mennina. Ég gerði mér far um að skáganga fólk. Ég hliðraði mér hjá að sækja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.