Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Qupperneq 90
280
Quðm. Friðjónsson og viðnámið.
IÐUNN
þeirra manna, sem vilja að þjóðin sé sjálfri sér nóg og
spyrni í lengstu lög við áhrifum frá öðrum löndum. Ég
hefi bent á að rit hans beri þess vott, að hann hafi
megna ótru á þeim breytingum, sem orðið hafa á Is-
landi á síðari árum, hæðist að kenslu (sérstaklega hefi
ég tilnefnt barnakennara) og geri mikið úr flysjungshætti
og leti hinnar yngri kynslóðar.
Eins og geta má nærri hefi ég ekki ætlast til, að
litið væri svo á, sem ég teldi þetta algera eða fullnægj-
andi lýsingu á skoðunum þessa höfundar. En enginn
íslenzkur maður hefir, að minni hyggju, haldið þessum
skoðunum fastar né áleitnislegar fram.
G. F. neitar því gersamlega, að þetta sé rétt frá sagt.
Hann nefnir ummæli mín >gusur«, sem hann mundi
hafa goldið við »þögn fyrirlitningar og lagt aftur augun«>
ef flónskjammi hefði viðhaft þau.
Nú þykir mér að vonum vænt um að vera ekki talinn
í flokki flónskjamma. En ég væri fús til þess að bera
þá nafnbóf, það sem eftir er, ef óvilhallir lesendur sagna
G. F. telja ummæli mín út í bláinn sögð.
Mér datt allra snöggvast í hug, er ég las ritgerð G.
F., að neitun hans kynni að vera á einhverjum rökum
reist og ég verið óbilgjarn eða fljótfær, því að nokkuð
er umliðið síðan ég las flestar bækur hans. Ég brá mér
því í bókasafn íslenzku bæjarmannanna hér á Gimli og
fékk smásögusafn hans, er hann nefnir »Kveldglæður«,
til lesturs. Ég hygg, að það sé síðasta smásagnabók
hans, gefin út 1923. Satt að segja hafði þessi bók farið
alveg fram hjá mér áður, og hugði ég sem svo, að ef
blærinn yfir henni væri eitthvað svipaður því, er mig
hefði mint um aðrar sögur hans, er ég hafði lesið, þá
myndi ég ekki hafa sérstaka ástæðu til þess að vefengja