Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Blaðsíða 91
IÐUNN
Guðm. Friðjónsson og viðnámið.
281
minni mitt. Og nú rendi ég augunum yfir kver þetta
í morgun.
Tv»ent er það, sem einkum vekur furðu mína við
þennan lestur. Annað er, hve hugðarefni skáldsins virð-
ast vera takmörkuð. Hitt er, hvílíkan krók höfundurinn
oft leggur á leið sína, til þess að koma því að, sem ég
hefi verið að benda á að hann héldi fram. Hann stór-
skemmir sögu hvað eftir annað, vegna þess að hann
virðist ekki ráða við skap sitt og hleypidóma. Hann
brýtur upp heildarsvip frásögunnar, vegna þess að hann
þarf nauðsynlega að senda hnútur þvert úr leið sinni —
þangað, sem ég hefi gert að umtalsefni að einkum væri
hans skotspænir.
G. F. leggur þá spurningu fyrir mig — til þess að
»kanna í mér þolrifin« — hvenær hann hafi lastað verk-
legar framkvæmdir í landinu.
Ég vil ekki halda því fram, að hann hafi lastað t. d.
skipa- eða brúasmíði á þann hátt að telja efniviðinn í
hvorutveggja ávalt fúinn, en hann minnist naumast svo
á verklegar breytingar, að ekki sé bent á að fúi hlaupi
í mannfólkið í grend við þær.
Fyrsta sagan í »Kveldglæðum« segir frá einkennileg-
um og merkilegum ferjukarli — duglegum, greiðvikn-
um, greindum manni, sem berst við trylt vatnsfljót æfina
alla. Sögulokin eru þau, að brú er sett á fljótið, við
brúarsporðinn sprettur upp veitingastaður og »ekki rétta
þeir hendur úr ermum til að reisa frá dauðum Bjarrna-
landshjónin — mennirnir, sem rása inn í veitingahúsið
við brúarsporðinn til að eta, drekka og reykja«.
Kunningi öldungsins situr á tali við hann, er hann er
fluttur í hið nýja hús við brúna og seztur þar í hornið
hjá skyldmennum sínum.