Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Síða 96
286
Guðm. Friðjónsson og viðnámið.
ÍÐUNN
mínar. Þetta á að sanna það, að ég hafi ekki haft leyfi
til þess að draga neinar ályktanir um skoðanir höfund-
arins, er ég gat um söguna »Lauf úr landi minninganna«,
þar sem teflt er saman hinum unga slæping og ömmunni
iðjusömu. Þetta er þá aðeins mynd úr lífinu, sem höf-
undurinn dró upp af því, að fyrirmyndirnar urðu af til-
viljun á vegi hans! Hann ætlaði sér svo sem ekkert
með þessu. Það gerir ekkert til, þótt hann hafi verið að
yrkja þessa sögu upp í mismunandi búningi frá því að
fyrsta saga hans birtist. »Eg meinti aldrei neitt með
þessu«, segir G. F. Hver sagan var einungis ein mynd
— eða rugl! — Þetta er ekki alment nefnt flótti. Þetta
er kallað að láta hælana nema við þjóhnappana.
En annað viðnámið á hlaupunum telur hann sig finna
þar, sem er tilvitnun í smásögu eftir Einar H. Kvaran.
Og sökum skyldleika míns við hann, hyggur hann að
mér »verði minnileg orðaskiftin*. Því miður er ég hræddur
um, að ég verði búinn að gleyma þessu jafnskjótt og
orð þessi eru komin á pappírinn. E. H. K. hefir dregið
upp fjölbreyttari myndir úr sálarlífi manna en nokkur
annar íslenzkur rithöfundur. Það á að sjálfsögðu ekki
við, að ég riti um það, hvernig honum muni hafa tekist
það. Lögfræðingur í sögunni »Reykur«, sem kaupir sér
heimilisfrið með því að níðast á móður sinni gamalli, og
kona hans, sem ekki sér spönn út fyrir umhyggjuna
fyrir sjálfri sér, eru tvær skýrar teikningar úr safni rita
hans. En ég þykist hafa nægilega þekkingu á höfund-
inum til þess að geta fullyrt, að hann gat sett þessar
persónur í nokkurn veginn hvert það umhverfi, er honum
þóknaðist, og dregið myndirnar samt sannar. Hann veit,
að það er enginn eðlismunur á bónda og lögfræðingi.;
hann veit að vinnukona í sveit getur verið ambátt
hégómans, alveg eins og hefðarkonan getur verið það.