Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Qupperneq 108
298
Nýr rithöfundur.
IÐUNN
Allir beztu vinir Páls í herdeild hans eru fallnir, að
einum undan skildum. Þeir tveir hafa hjarað allt stríðið,
og þeim finnst orðið óhugsandi að eiga að skiljast. En
einn góðan veðurdag, þegar félagi Páls er að sinna
daglegum störfum, er hann skotinn í fótinn. Það blæðir
ákaft úr sárinu. Páll sér ekki önnur ráð en að Ieggja
félaga sinn á bak sér og bera hann til næsta sjúkra-
skýlis, en það er örðug ganga dauðþreyttum manni,
leiðin er stirð yfirferðar, og sprengikúlum lýstur niður
hvarvetna á næstu grösum. En nú skal síðustu krafta
neytt. Páll hvílir sig tvisvar, hagræðir félaga sínum, gefur
honum að drekka, og þeir reykja sér vindlinga. Knúinn
bróðurlegri hjálpfýsi arkar hann síðasta áfangann, en
hins vegar lamar sú tilhugsun hann, að eiga nú að sjá á
bak bezta vini sínum að minnsta kosti um stundarsakir.
Þeir koma til sjúkraskýlisins. Örmagna af þreyíu
neytir Páll síðustu krafta sinna til að svala þorstanum,
en honum hlær hugur í brjósti að hafa náð að hrífa
vin sinn úr dauðans greipum.
I sama bili ber þar að sáralækni. »Þú hefðir getað
losnað við þetta ómak«, segir hann og bendir á þann
særða, »maðurinn er steindauður*.
Páll verður sem steini lostinn. Hann áttar sig ekki á því,
að skammt frá sjúkraskýlinu hefir örlítið brot úr sprengi-
kúlu hitt vin hans í hnakkann, svo að í heila nam stað.
Læknirinn sér geðshræringu Páls og spyr forviða:
»Þið eruð, vænti eg ekki, eitthvað skyldir?«
»Nei, við erum ekkert skyldir. Nei, við erum ekkert
skyldir «.
Eftir andartak hnígur Páll meðvitundarlaus niður hjá
líki félaga síns. Honum er þetta vafalaust þungbærasti
dagurinn í öllu stríðinu.
Hann raknar við aftur og fær að hvíla sig í hálfan