Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1929, Síða 111
IÐUNN
Skuldamál Evrópu.
301
skuldanna, hefir alt fram að þessu verið sett sem skil-
yrði fyrir því, að Rússland fengi greiðan aðgang að
erlendum lánamarkaði.
Hvernig þessum málum lyktar, er enn í óvissu. Þó
munu fjármálamenn nú á síðustu tímum orðnir vonbetri
um það en áður, að takast megi að ná samkomulagi við
Rússa, þannig, að þeir viðurkenni skuldirnar og semji
um þær við sína gömlu lánardrotna. Á þetta þykir benda
meðal annars sú staðreynd, að í seinni tíð kvað hafa
verið aukin umsetning og talsverð verðhækkun á þess-
um gömlu rússnesku ríkisskuldabréfum.
Annað höfuð-viðfangsefnið er skuldir Bandamanna
innbyrðis. Þær stafa aðallega frá hergagnakaupum, sem
ófriðarríkin gerðu í Bretlandi og Bandaríkjunum —
»upp á krít«. Lánþegarnir hallast í raun og veru
að sömu skoðun og bolshevikar: að skuldirnar séu
þegar greiddar með blóði því, er þeir fórnuðu í stríðinu.
Samt þora þeir ekki að setja þessa skoðun sína á odd-
inn, og að svo miklu leyti sem ymprað hefir verið á
henni, hafa lánardrotnarnir — og þó einkum Bandaríkin
— tekið því fjarri að ljá slíkum fjarstæðum eyru. Þetta
viðhorf til málanna kemur því alls ekki til greina í
raungætri pólitík. Afstaðan er því öll önnur hér, en að
því er snertir Rússland — viðfangsefnið ekki það að fá
skuldirnar viðurkendar af skuldunautum, heldur hitt: að
finna þá greiðsluskilmála, sem von er um að þeir fái
undir risið.
Það dregur ekki úr örðugleikunum á að leysa þetta
vandamál, að ýms ríkjanna eru hvorttveggja í senn:
lánardrotnar og lánþegar. Þannig er Bretland lánardrott-
inn gagnvart Frakklandi og Italíu, en lánþegi gagnvart
Bandaríkjunum. Frakkland er lánþegi gagnvart Bretlandi
og Bandaríkjunum, en lánardrottinn gagnvart Rússlandi
o. s. frv. Við þetta bæfist svo, að flest þessara ríkja
þykjast eiga skaðabótakröfur miklar á hendur Miðveld-
unum svo nefndu, og þá fyrst og fremst Þjóðverjum. En
nú hefir alt fram á síðustu tíma ekki verið unt að kom-
ast að fastri niðurstöðu um endanlega upphæð skaða-
bótanna og því ekki heldur verið hægt að gera fullnaðar-