Andvari - 01.01.1908, Síða 109
Þegnskylduvinna.
103
íið óskað er eftir að verkið væri ógert, þótt það, út
af fyrir sig, sé vel af liendi leyst, en það kemur svo
í bága við síðari verkin, að vinnan verður einungis
til skaða. Það er því eðlilegt, að þeir, sem verða að
vinna alt sjálfir, verði að jafnaði drýgstu verkmenn-
irnir, ef þeir hafa sæmileg hyggindi og áhuga til að
bera. En má þá læra þetta? Já, áreiðaidega, ef
maðurinn getur, annaðhvort sjálfkrafa eða af annara
hvötum vaknað til áliuga og skilnings á því. Þessu
til sönnunar vil eg geta þess, að eg hefi þekt mann,
sem var mjög góður verkmaður, og jafnvel heyskap-
armaður með afbrigðum. Einu sinni spurði eg hann,
hver hefði kent lionum að slá. »Aðallega eg sjálfur«,
svaraði hann. »Eg var látinn byrja á slætti mjög
ungur og sagt til eins og tíðkaðist með börn. Var
talið að eg slægi eftir vonum eftir aldri. En þegar
eg var 16 ára, fór eg í ársdvöl til vandalausra. Vistin
var góð eftir því, sem þá gjörðist, en liörð myndi
liún nú þykja. Þar var allmargt vinnufólk, en liús-
hóndinn gekk eigi stöðugt að heyvinnu. Mér leidd-
ist mjög heyskapurinn, og fanst hann erviður, því að
eg vildi reyna að vera eigi mikið ónýtari en hinir.
Allir virtust vera óánægðir, og lítið var talað um ann-
að en matinn, vinnutimann og leiðindin. Eg bjóst
við, að eigi myndi liggja annað fyrir mér, á æfinni,
en vinnumenska, eða þá stritvinna í hvaða stöðu,
sem eg yrði. Sá eg því, að lííið yrði mér drepandi
kvöl, ef mér sárleiddist vinnan og reyndist hún pín-
andi ervið. Eg hugsaði mikið um þetta, en eg fann
líka óbrigðult ráð. En ráðið var að halda mig sér
við vinnuna, og hugsa stöðugt um hana, og reyna
að ná hverju einasta ljáfari sem stærstu og hreinustu,
og vinna mér það svo létt, sem unt væri. Þessu
fylgi eg trúlega, og þá fyrst lærði eg að slá! En þetta
opnaði á mér augun, svo að á sama hátt lærði eg
öll þau verk, sem eg tel mig nokkurn veginn kunna.