Andvari - 01.01.1908, Side 137
Fiskirannsóknir.
131
minni, á slærð við hafsíld, alt að 35 cm. Hefir hann
verið þektur liér við land, alt i kringum það, en fá-
gætur, einkum við suðurströndina. Eg hafði heyrt
getið um fisk í Arnarfirði, er menn þar kölluðu
»mjóra« og eg bjóst við að væri þessi fiskur, en ekki
getað náð í hann. En á ferð til Vestfjarða í sumar
er leið átti eg tal við menn á Bíldudal um liann og
bauðst þá einn þeirra, Björn Sæmundsson, verzlunar-
maðnr, til að útvega mér fiskinn, því þeir sögðu að
það væri mikið af honum þar í firðinum, einkum
fengist liann oft, stundum svo tugum skifti, á lóð á
30—40 fðm. undan Hvestu (rétt fyrir utan Bíldudal)
og væri skorinn niður í beitu. Nokkru síðar kom
Björn til Reykjavíkur og færði mér þá 5 fislca af
þessu tagi og reyndust þeir að vera þessi tegund
(Lycodes VahliJ. Ekki er ólíklegt, að hann sé víðar
í djúpum fjörðum hér og það er víst að töluvert er
af honum í Reyðarfirði og Skjálfanda, því þar hefir
Dr. Schmidt fengið allmarga. Varla mun þessi íisk-
ur talinn ætur, enda eigi reynt að matreiða hann.
Aðrar tegundir af þessu kyni eru algengar á miklu
dýpi í Norðurísliaíinu og við strendur Grænlands.
Mjórinn er líka þektur við Noregsstrendur.
2. Svariflyðra (Hippoglossus pinguisj er algeng
við Grænland og nefna Danir þar hana Hellefisk, en
Grænlendingar »kaleraglik«. Hún er mjög feit og
þykir góð átu. Helir hún fengist á »Thor« á 350—
500 fðm. dýpi við Norðausturströnd landsins, og
Schmidt segir að brezkir lóðaíiskarar hafi stundum
fengið hana hér, líklega á miklu dýpi fyrir norðan
og vestan land. En nú er hún einnig á islenzkum
fiskimiðum. Eg fékk eina al' 70—80 fðm. dýpi úr
■lökuldjúpi, vorið 15)07, fyrir góðvild Magnúsar Magn-
ússonar skipstjóra; aðra fékk eg af nær 300 fðm.
dýpi, úti fyrir Siglufirði. Annars liafa vestfirskir
fiskimenn sagt mér, að hún fáist stundum á djúp-
9"