Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 8
2
En því má ekki gleyma, að það er þó ekki eina skilyrðið,
þótt mikilsvert sé, og óhjákvæmilegt.
Öllum heilbrigðum mönnum er eiginlegt að þrá það,
að geta lifað farsælu lífi, og sumum tekst að ná því tak-
marki fyr eða síðar að meira eða minna leyti. En þeir
eru þó líklega miklu fleiri, sem aldrei ná því takmarki
(hér á landi og alstaðar), og ef til vili vegna þess, að
þeim hafa aldrei verið kend liin réttu tölc á lífinu. Og
þeir eru ávalt sorglega margir, er sjá sig til neydda að
leggja sál og líkama í sölurnar daglega fyrir munn og
maga alla sína æfi, án þess, ef til vill, nokkurn tíma að
komaat í þær kringumstæður, að geta litið á iífið með
sjálfstæðilegri gleði og von. — SJíkt „líf“ cr ckki líf,
hcldur dauðastríð. — Og þjóð vor á sannarlega of-
marga einstaklinga, sem mikinn hiuta æfi sinnar lifa
þvílíku vonlausu dauðans lifi, framfaralausu, gleðisnauðu
Og vonlausu nauðungarlífi.
Þetta þarf að breytast.
Og þessu er líka unt að breyta. En til þess þarf
einlœgan, sterkan og almennan vilja. — Og að eins það. —
Flestum óspiitum mönnum mun vera eiginlegt að
finna til gleði yfir því, að gera öðrum gott, og fáir eru
þeir, sem geta horft á mann i lifsháska (þótt ókunnur
og óskyldur sé) án þess jafnframt að gera sitt ýtrasta
til að bjarga honum. En fyrst þessu er svona varið, að
því er snertir umhyggjusemi fyrir lífi og velferð einstakra
manna, þá hlýtur því að vera varið á sama hátt, ef ég
skil rétt, að því er snertir líf og velferð þjóðfélagsins í
heild, og enua alls mannfélagsins, nema því að eins, að
þessi almenna, góðgerðasemi og hjálpsemi við einstalca
menn, sé kærleikslaust og mannúðarlaust og guðlaust
hræsniskák; eða vanahredda framin af þrælsótta fyrir al-
menningsálitinu eða af ósjálfræði án betri hvata, sem
ég vil ekki ætla að sé tilfellið.