Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 57
51
óhreinu lofti, þá held ég að öll mannleg reynsla sanni,
að það sé í cngum tilfellum óhjákvæmilegt, og í sárfáum til-
fellum nauðsyrilegt, en i öllum tilfellum skaðvænlegt
og í öllum tilfellum ógeðslegt og víðbjóðslegt, og það þrátt
fyrir það þótt „gamla“ fólkið hafi ekki skilið að svo væri.
— Pað gamla fólk hafði líka ýmsa aðra óhreinlætis
siði í aðbúð og matarhæfi, sem nú gilda ekki lengur,
meðal annars af því að þeir þykja nú óviðeigandi, ijótir
og ruddalegir, ef ekki hreint og beint viðbjóðslegir,
hvort sem þeir hafa verið að sarna skapi heilbrigði-
lega skaðlegir eða ekki. — — En því nú þá ekki,
samkvæmt sömu reglu, að breyta til i þessu efni frá
gamla vananum eins og flestu öðru, ef ekki fyrir heil-
brigðislega nauðsyn, þá samt af hreinlœtis hvötum, af þvi að
það fer betur, og svo þá líka vegna samkvæmninnar.
(Framh.)
Orðheldni.
Orðheldni er mjög inikilsverð dygð, og oss ísiending-
um hefir verið talið til gildis, að vér hefðum þá dygð
til að bera, ef til vill frenmr og almennara en annara
þjóða fólk, og það máske ekki að ástæðulausu. Og vér
sem nú erum rniðaldra menn, minnumst, þess margir, að
hafa vitað fleiri eða færri dærni þess, þegar vér vorum
ungiingar, að það „stóð eins og stafur á bóh“ sem hann
(einn og annar) iofaði eða sagði. Og það var oft ugg-
laust og áreiðanlegt sem loforð, ef hann „drógst á að
gera það“ eða afsagði það ekki o. s. fiv. — — Þetta
er fagurt.
Eu Tér megum alvarlega gæta vor við því, að van-
rækja ekki þessa fögru dygð orðhcldninnar né aðrar
hygðir, er vér sem þjóð höfum haft ástæðu til að til-