Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 18
12
raeijnirnir voru gerðir út til sjóróðra á opnum bátum.
Þá fáið þér allar vörur frá útlöndum fyrir ^/4—Vs rninna
verð en nú er alment, vegna þess að þér haflð þá mild-
ar árlegar peningatekjur, fyrir aulaia vöruframleiðslu á
heimilunum og meiri vöruvöndun en nú er, og getið því
borgað alt með peningum út í hönd, í stað þess að skulda
stöðugt hjá kaupmanninum ár eftir ár. Þá hafið þér
meiri ráð og þekkingu á, að tryggja yður fyrir skaðræði
af völdum náttúrunnar, en nú, meira líkt því sem nú
gerist annarstaðar í heiminum. Og þá verðið þér ánægð-
ari með stjórnina en nú, af því meðal annars, að hún verð-
ur þá betri, þegar hún verður yður háðari en þér henni;
sem verður við það, að betri lífskjör veita yður meiri
skilyrði til andlegs þroska, og lyfta yður á það stig
menningarinnar, að kunna að hagnýta fengið frelsi.
Og þá verður fyrst fyrir alvöru gott að vera sveita-
bóndi á þessu einhœfa, óvirta, niðurnídda og kalda landi,
þessu blessaða fagra og auðhœfa landi.
II.
Þegar ég nú loks kemst að aðalumtalsefninu, kétverk-
unar eða kétverzlunarmálefninu, þá er mér það vei ijóst, að
það, sem er sveitabóndans liagur i sambandi við betri két-
verkun og hærra kétverð en nú er, þá er það jafnframtsjáf-
armannsins og bæjarmannsins skaði, frá einni hlið skoðað,
og við því verður ekki gert. Svo er það líka skoðun mín
að sveitabúskapurinn (sé hann ekki eintómt barsl og bar-
lómur) sem og aðrar framleiðsiu-stofnanir i öllum grein-
um, séu grundvöllurinn undir öllu öðru fjármunalegu; og
þess vegna beri að hlynna að þeim eftir megni, einnig á
kostnað bæjarbúanna, ef nauðsyn krefur, með því að
bændanna hagur er líka þeirra hagur. Eg fyrir mitt leyti
hika því ekki við, sem bæarbúi, að taka minn hlut í skaða