Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 25
19
Nýtt kct 65-—6' aura pundið.
ísvarið - 47—8 — —
Frosið - 37—8 — —
Ef maður gerir nú ráð fyrir að íslenzkt ísvarið ket
seldist til jafnaðar á þessu meðalverði, 47 aura pd. —
og ekki virðist ástæða til að þurfa að búast við lægra
en meðalverði, — og geri maður svo ráð fyrir, að flutn-
ingskostnaður, ísvarzla, slátrun, og sölulaun nemi sem
svarar 15 aurum á hvert pund, og ætti það að vera vel
i lagt, þá verða afgangs til seijandans um B2 aurar
fyrir pundið, eða vel það.
En það er mikið betra en að fá 14—18 aura fyrir
pundið, eins og nú er almennast, og það í vörum með
talsverðri framfærslu.
Um síðast liðin áramót voru 131 gufuskip með
frysti- og kælivélum, notuð til að flytja ísvarið og fros-
ið ket til Bretlands frá Eyálfunni og viðar að. Og voru
þau til samans löguð til að rúma 335,549,500 pund
af keti. — Og þar að auk voru þá 15 gufuskip og
1 seglskip fullsmíðuð og i smíðum til sömu nota, er
til samans rúma 39,400,000 pd. — Hið minsta af þeim
gufuskipum tekur 300,000 pund af keti, og 4 þau næst
minstu um 400,000 pund hvert.
L