Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 98
92
þetta eða hitt í vélinni. Slíkt er óendanlega mismunandi,
eftir þyí hve stórt bandið er og því hve fast prjónað er,
hve flíkumar eru stórar, og því hversu sú eða sá, sem
verkið gerir, er flínk orðin í því verki. í vólinni er
prjón oftlega mælt með þumiungastiku, en þó má í þess
stað telja umferðir og lykkjur. Að meðaltali mun þurfa
10 —12 umferöir á lengdarþumlunginn, og um 7 (eða
5—8) lykkjur í breiddarþumlunginn.
Prjóna iná saman liatpvjón á þann háttsemhér
segir til: Þegar ein lengja er fullgerð í vólinni t. d., þá
setur maður lengra bragðið á öðrum jaðrinum á þeirri
lengjunni (við annan endann) upp á ytsta prjóninn til
hægri, af þeim sem í brúki eru, eftir að fyrsta umferðin
af næstu lengu er búin; þá prjónar maður 2 umferðir
(áfram og til baka), færir svo iiið nœsta (lengra bragðið) á
sama jaðrinum á fyrri lengjunni, upp á sama prjóninn,
eða ytsta prjóninn til hægri, prjónar svo aftur 2 umferðir,
og heldur svo þannig áfram þar til síðari lengjan er orð-
in jafnlöng hinni fyrri, og jafnframt sainan prjónaðar alla
leið upp úr. þriðju lengjuna má á sama hátt prjóna við
jaðarinn • (annan) á tvíbreiðu lengjunni o. s. frv. Enn-
fremur má og prjóna saman, á sama hátt, til beggja
hliða í einu, ef vill, til dæmis til þess, að fá heilann hol-
inn úr vélinni, án þéss að þurfa að þræða nokkuð sam-
an á eftir. Ef 4 lengjur t. a. m. fara í einn skyrtubol,
þá má prjóna hann saman á þenna hátt (til beggja hliðaá vól-
inni í einu) jafnframt og fjórða lengjan er prjónuð.— En þá
er eitt langt bragð sett upp á ytsta prjóninn við liverja
umferð. — þ. e. a. s. á sömu samskeytunum við aðra
hvora umferð, eins og áður var sagt.
Breiðari lengjur til stórílika, en vanalega eru gerðar,
má hægiega gera, með því að prjóna beint áfram heilan
hólkinn, en taka fyrst úr einn prjón, og klippa svo sund-