Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 17
11
hnekkjandi velferð búnaðarins, en af þvileiðir ekki að sro
þurfi að vera, — Því að náttúran geymir vanalega
meðöl sem við eiga, í skauti sinu, ef mönnum aðeins
auðnast að finna þau. — En iil þess að finna þarf maður
vanalega að leyta. — Og ennfremur skal það með gleði
játað, og með allri virðingu og viðurkenningu, að hér
eiga ekki allir bændur óskilið mál; en mér er ekki vel
ljóst hvorumeginn að meiri hlutinn er, nú sem stendur,
en mér virðist að vonlausi barlómsflokkurinn vera tals-
vert stór — alt of stór. —
Það er svo sem auðvitað, að þegar maður er svift-
ur einhverju hnossi, að þá er maður að einhverju leyti
ver haldinn en áður, nema þá að manni veitist eitthvað
annað jafngilt í staðinn. Og þannig stendur hér á. ís-
lenzku bændurnir hafa verið sviftir sölu lifandi sauð-
fénaðar til Englands, og þeir hafa verið sviftir ódýru
vinnufólki sem þeir áður höfðu, og af þessu leiðir, meiri
fátækt, af því að eklcert er veitt í staðinn sem bæti hitt
upp. En af fátæktinni leiða meiri skuldir, eða minni
tiltrú, og jafnframt verri verzlun o. s. írv. — En vér
eigum sjálfir að veita oss uppbót þess er vér höfum
mist. — Og það er innan handar ef yður er hara alvara
að gera það. Og þegar þér gerið það, þá hafið þér meiri
arð af fjárræktinni en á meðan féð var selt lifandi til
Englands. Þá hafið þér nóg af svo dýru og frjálsu og
duglegn vinnufólki; að það borgar sig vel að hafa það og
gjalda því, en borgar sig þó hctur að hafa nýju áhöldin
og vólarnar og nýju vinnuaðferðina, nýju búnaðarhættina
og nýju verzlunaraðférðina, og fcerira vinnufólk; heldur
en að hafa ofmargt, kauplágt, misjafnlega vinnufært, sí-
óánægt en þó foisorgunardýrt vinnufólk, eins og áður
var. Þá hafið þér nóg af fiski o. fl. úr veiðistöðunum fyrir
yisssirsi verð, og máské lægra verð, en meðan vinnu-