Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 46
40
Ef einhver er svo fátækur
að hann „getur elcki“ eignast skilvindu, þá er það ein
sterkasta sönnunin fyrir þvi, að hann getlir eklii án lieilll-
ar verið lengur, ef hann er annars við bú í sveit. —
Efnuðu bændurnir eiga hægara rneð að eignast skilvind-
ur sem annað, en þeir fátækari, það er auðvitað. En
þeim er það þó ekki eins bráðnauðsynlegt og hinum, sem
efnaminni eru; af því aðskilvindan er arðberandi hjarg-
argripur, en ekki arðlaus stássgripur.
Fátækum hændum
hættir við að segja: „ Mér er ómögulegt að eignast skil-
vindu, eg er svo fátœkur.
í þess stað ættu þeir að segja:
Mér er bmögulegt að vera án skilvindu lengur, af því ég er
svo fátækur.
I'að borgar sig vel
að iáta framgengnar œr að vorinu, á lágu verði, eða þriðju
kúna úr fjósinu fyrir skilvindu, ef ekki er annars betra
kostur til að ná henni. — En þó borgar sig betur að
láta ær og kýr að haustinu vanalega en að vorinu, ef
haustið'er annars komið, þegar maður öðlast hið rétta
álit á gildi skilvindunnar.
En bezt af öllu borgar sig
þó það, að fá peningalán með svo sem 5 °/0 ársvöxtum,
til að kuupa skilvindur fyrir, og önnur arðberandi áhöld
með 2—3 ára afborgunarfresti, eins og sumir hafa alla-
reiðu gert hér, og farnast vel. — Einn hefir staðið fyrir
lántökunni gagnvart bankanum, fyrir alla sem í félag-
inu voru, en allir hinir hafa verið ábyrgðarmenn hanns.
Það borgar sig betur en allir aðrir vegir til að eign-
ast skilvindur, ef til vill vegna þess, að allur búpeningur
færir árlega mikið meira en 5 °/0 arð vanalega, þrátt fyr-
ir öll vanhöldin.