Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 63
Þetta ættu allir að lesa.
Það er hvortveggja, að auglýsingarnar eru talsvert
miklar og fjölbreyttar i HIíh í þotta fyrsta skifti, og það
fremur en hér á sér stað vanalega, enda vonast eg til, að
þær í heild sinni megi skoðast sem wikilsverð viðbót við
hið eiginlega innihald ritsins, með því að áreiðanlegar
auglýsillgar geta oft verið almenningi stórkostlega gagn-
legur fróðleikur; og þá ekki síður þótt þær kosti lesand-
ann ekki neitt sér á parti, eins og hér á sér stað, með
aðf. augl. sber. bls. 5.
Eg hef gert mér einlæglega far um að auglýsilig-
arnar væru sem allra árciðanlegastar og öfgamínnst-
ar, þótt eg geti ekki abyrgst að þær séu það allar i strang-
asta skilningi alveg nákvœmlega. En í aðalatriðununi
munu ]>œr þó vera það allar.
Eg vonast því til að menn lesi og atlmgi auglýsing
arnar í Hlin nú og framvegis sem annan gagnlegan
fróðleik, og reyni svo gildi þeirra Yerklega sjálfum sér
og auglýsendunum til gleði og hagsbóta. Og ef menn
gera það almennt, þá geta menn búist við að fá mikið
meira af slikum nauðsynja-fróðleik í framtíðinni, en nú,
og það á« sérstaks endurgjalds, en til að tryggja það, er
nauðsynlegt að geta ])oss, í hverju tilfelli, að samkvæmt
auglýsingum i Hlin sé þessara viðskifta leitað, o. s. frv.
— Það kostar ekkert:
Vinsamlegast:
Útgefandinn.