Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 66
60
Á fránum vængjum um geiminn líður,
Og kvíðir ei brimgangsins kynja-sköflum,
En knýrð skipin áfram með heljar-öflum,
Sem járnsteypta sjálfur þú færðir í fjötra—
Við fangbrögð þau viðirnir braka og gnötra.
Á eimknúðum hraðlestum brunar þú bæði
Og brúar höfin með rafsegul-þræði.
Þú vinnur með heimsins undra-öflum,
Svo ofdirfsku þína ég skelflst með köflum
Og þrumur og endingar almætti næstar—
í afkima hefir þú fjötrað og læstar.
Þér ormarnir silki á verkstæðum vefa,
Og vötnin þér ljós fyrir bæina gefa.
Þú veist um hnattanna voða.ferð;
Þú veist að hver stjarna er svona gerð.
f»ú mælir ijósið, þú mælir húmið;
Þú mælir að lokum alheims-rúmið.
En sumar þú áttir og einnig vetur,
Sem ég hefl numið og fært í letur.
En um þetta fáorð vil óg vera,
Ég vil ekki láta’ á því mikið bera,
Hve þú hefur ofsótt, elskað og hatað,
í ógæfu marga og þrautir ratað,
Og haflð og unnið mörg beimsku-pör;
Og heldur var svakaleg mörg þín för.
En söm var ávalt þín sigrandi kenning:
í sannleksáttina’, að frelsi og menning.
Og hversu sem öfugt þú að því vannst,
í áttina samt þór miða fannst.
Og heldur var löngum hrjóstug leiðin,
Og himinhrópandi skelfingar-neyðin,
Er einginn var óhultur um sitt líf,