Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 40
Skilvindan.
i.
A’TÆfpj Meðlíöndlun skilvindunnar.
lanS'3ez^a °S fnllkornnasta aðferð við að ná rjóma
úr mjólk, er sú að gera það með skilvindu (Cream
Separator), því að með henni má ná nálega öllum rjóman-
um (fltunni) úr mjólkinni, og það svo nákvœmlega, að hægt
er að gera mikið meira smér úr vissum mæli mjólkur,
með því móti en með nokkurri annari aðferð. En til
þess að ná þessum bezta árangri með notkun skilvind-
unnar, útheimtist, að henni sé rétt unnið — það er
raeira að segja mjög auðvelt, að beita skilvindunni svo
langt frá því rétta, að hún nái ekkert meira sméri (rjóma)
úr mjólkinni, en gamla aðferðin, og enda minna en það;
og það jafnvel þótt vélinni sé beitt með ailri alúð og
nákvæmni, ef að eins þekkinguna vantar á réttu að-
ferðinni, réttu skilyrðunum. — Og eg hefi rekið mig á að
þannig stendur á hér á landi talsvert alment, að menn
beita skilvindunam ckki rétt að meiia eða minna leyti,
og ná þar af leiðandi eklá hezta árangri af notkun þeirra,
sem er náttúrlega afleiðing þess, rneðal annars, að hvorki
þeir sem vélarnar útvega né aðrir hafa getað gefið þær
nauðsynlegu npplýsingar þar til heyrandi, sem ekki voru
tilfærðar í meðfylgjandi prentuðum tilsögnum um notkun
þeirra; og þær tilsagnir eru iðulega á útlendu máli, sem
fólk ekki skilur til hlítar.
Til þess að bæta úr þessu, að því leyti sem i mínu
valdi stendur, þá vil ég hér fram setja, liver að eru lielztu
skilyrðin í þessu efni, að því er snertir allar skilvindu-