Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 48
Hænsarækt:
|ÆNSA,- eða alifugla rækt ætti að vera al-
mennari og betur stunduð hér á landi en
hingað til hefir verið. Hænuegg eru seld hér
á landi á 4—8 aura stykkið alla tíma árs,
alstaðar sem ég til þekki. — En vel að merkja, eru
varla fáanleg fyrir neitt vanalega, af því að þau eru
ekki til.
Hver einasti bóndi til sjós og sveita, sem hefir nokk-
urt landrými, ætti að hafa í það allra minnsta 10—20
hæns, og stunda þau vel með alúð og nákvæmni, og
hann mundi komast að raun um, að þau borguðu sig vol.
Spurningin er ekki svo mjög um það, hvort hann
hafi sölu fyrir eggin eða ekki á 4—8 aura stykkið, því
að þau ættu ávalt að vera alt að því þess virði til heima-
nota, sé rétt með þau farið.
Það er vísindalega sannað, að egg eru fyrst og fremst
hollari fæða en flest annað, en þó jafnframt næringar-
meiri ef til vill, en alt annað, sem menn neyta alment.
Nautgripa ket er vanalega talið eitt af allra næringar
mestu fæðutegundum. En þó eru hænu-egg meira en x/3
nœringarmeiri, en það næringarmesta af nautgripaketi (vöð-
var o. þ. h.) af vel öldum gripum. Það er að segja:
til viðhalds líkamsþreki og kröftum, — eða sem svarar
1584 á móti 900. — En til holda er sh'kt gripa ket
jafngilt eggjum, eða þvi sem næst, miðað við vigt á
hvorutveggja.
Nú lætur nærri að 10 raeðalhænuegg fari í pundið.
Ef svo að eggið kostar 5 aura, bá kostar eggjapundið
um 50 aura. — Til krafta borgar sig þá álíka Yel að