Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 16
Ný kétverkun.
Eitt nýtt ráð enn til að reysa við landbiinaðinn.
I.
Eg hefl ávalt litið svo á, að smérgerðarmálefnið væri
eitt af allra mest verðu velferðarmálum landsins, og ég
lít svo á enn.
En svo virðist mér sem svo, að bændum alment
veiti fremur örðugt að komast að sömu niðurstöðu og
ég, um gildi þess málefnis; þótt þeir séu nú smámsaman
að þokast nær henni, — En þeir gera enn oflítið, til að
koma því málefni til arðfærandi framkvæmda í landinu,
sem von er til á meðan þeir sannfærast ekki um nyt-
semi þess til hlýtar. — En það dugar ekki. —
Það er ekki nóg að víla og kvarta vonlaus og trú-
laus á öll bjargráð; með því er engra íramfara að vænta.
í stað þess að taka nú gæsina sem gefst. í stað
þess að taka nú smérgerðarmálefnið að sér til fram-
kvæda alment, með dug og dáð, í trú á góðann árangur
og með-aðstoð þeirra sem færir eru um að stýra fram-
kvæmdunum og sem hafa þekkingu á málinu, — Sem
fáir eru hér á landi, — Þá láta flestir það enn þá ógjört
— en halda stöðugt áfram sama barlómsnöldrinu ár eft-
ir ár, eins og engin ráð séu nú framar til, síðan fjársal-
an til Englands hætti, og síðan vinnuhjúin fengu atvinnu
frelsi, og síðan opinna báta útgerðin minkaði og þilskipa
útgerðin óx. Og svo þá líka vegna rigninganna og verzl-
unarinnar og stjórnarinnar m. m.
Það skal, með innilegri hluttekning í kjörum bænd
anna hér á landi, fúslega játað, að öll þessi atriði sem
ég taldi hér að framan, eru eins og nil stendur, mjög