Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 67
61
En allt eins og daglegtbrauð sverðakíf,
Og vinirnir sviku vinina í tryggðum.
Hve voðalegt þá var í yðar byggðum!
En drengskap þú áttir og dirfsku líka,
Og dugandi hjartað kærleiks-ríka,
Og þoigæði, er sigraði sorgir og dauða—
Já, sigraði tilveru gæfusnauða.
Þitt líf var að sigra, að sigrast að deyja;
Þitt sjálfstæði kunnir þú aldrei að beygja.
Og svo hefir barist og sigrað þú,
Að sæmd þín var aldrei stærri en nú,
Er knýtir þú fastara bróður-böndin—
Og bróðurleg systrunum róttist höndin;
Þú treystir þær veikari og tekur þér með,
Og táplítið vekur og örvar geð.
Og senn verður gleymt fornum svikum og lygðum,
Og senn verður jafnrótti í yðar byggðum,
Er sveiga þér leggið á sorganna leiði,
Og sólin með frelsinu ijómar í heiði.
Né réttum hallað meira skal málum,
En metin á sannleikans vogarskálum;
Og svo hverfur heimskan með svikum og viilu,
Er setur þú hvern einn á rótta hillu;
Og hamast ei lengur á hauglögðum draugum,
En hjátrúin hverjur með glóðaraugum.
Svo hafðu nú þökk fyrir heitt og kalt,
Því hvað sem er unnið, þú starfaðir alt;
Sem þoldir ei okið með eilífu næði,
En orkaðir sjálfur og vogaðir bæði
Að rannsaka og kanna alt heims um hring,
En hræðist ei náttúruöflin sling,