Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 22
lé
ættu nú að taka sig til, og reyna að bindast nauðsynleg-
um samtökum til þessa, nú þegar. — það er orðið nógu
seint. — Og ekki veitir af, að bændur taki nú höndum
saman, til að hagnýta öll viturleg ráð til að bæta kjör
sín, og reysa við landbúnaðinn.
Það fyrsta sem hér þarf að gera, er ekki það, að
senda mann eða menn til útlanda til þess að „rannsaka"
það, hvort menn þar viiji kaupa og éta óskemmt ís-
lenskt nýtt feitt kindakét, heldur þarf nú að byrja á
því, að lœra aðferðina (og hún er mjög einföld) til þess að
koma kindakétinu okkar óskemdu og fersku til útlanda,
á líkan hátt og aðrar þjóðir gera, og má þá reiða sig á
að nógir bjóðast kaupendurnir að því; og svo að fram-
kvæma það verklega, tafarlaust, heizt á næsta ári.
Nú i haust og vetur, ættu bændur um alt land, að
mynda með sér svo víðtæk og svo mörg félög, í þessu
augnamiði, sem þörf krefur. Hvert félag þarf að vera
svo fjölment eða stórt sem hægt er, en þó ekki stærra
en það, að eitt og sama skip (gufuskip), geti á 2—3 dög-
um tekið á móti öllu því kéti, sem félagsmenn hafa til
sölu í það skiftið, — á svo sem 2—3 höfnum eða svo
eftir qtvikum, í einu. —
Kétflutningsskipið, þarf að vera innréttáð sérstaklega
til þess brúks, og mundi bezt að kaupa á leygu eða akk-
brð til þess, þar til útbúiri skip frá útl., sem mikið er
til af; nema að hægt væri að komast að eins góðum
kjörum hjá „sameinaða" Danska félaginu, eða Isl. gufu-
skipa útgerðarmönnum hér.
Við hverja höfn, þar sem kétið á að flytjast um
borð, þarf að vera íshús, með nógum ís i; og kæliklefar
eða isvörsluhús einnig tii vara, on mjög kóstbært þarf
það ekki að vera í hiutfalli við umsetninguna, því að
vanalega mundi verða heldur iítið brúk fyrir það, neina