Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 54
48
allra helzt alstaðar þar, sem hentugleikar leyfa að gagn-
ast sjálfum sér og öðrum jaínframt, og öllum að skað-
lausu.
Því að öll viðskifti eiga að miðast við það, að báðir
eða allir, sem saman skifta, hafi hag af, eða einhver eft-
iræskt hlunnindi. En án þcss ættu engiu viðskifti að
geta átt sér stað. — Og því tneiri hug sem hver fyrir
sig getur haft, því betra, og því jafnari hag því betra.
Og nú vil ég spyrja: þekkja ekki ýmsir of mörg dæmi
þess (og öll hjá öðrum auðvitað), að menn vilja helzt
ekki vita, að aðrir en þeir sjálfbr hafl hagriáðinn eða heið-
urinn af þessu og hinu i viðskíftum sem öðru? ViJja
vera í fyrirrúminu með því að toga liinn eða hina til
balca eða niður, vilja verða ríkir eða rikari, helzt með
því að aðrir verði ekki ríkir, eðajafnvel fátækari en þeir
eru; í stað þess að þurfa að þreyta við þá fijálst kapp-
hlaup með jöfnum réttindum, með gleði yfir sameigin-
legri velferð beggja eða allra?
Að beita brögðum til að koma við vörufölsun, kann-
ske í ósköp smáum stíl, sem hvorugan munar svo sem neitt
fjármunalega, en veldur ef til vill óafmáanlegum svört-
um bletti. — Að draga ögn af vigtinni, eða skrökva
svolítið um ásigkomulag og gildi vörunnar, eða þá að
rýra giJdi hennar lítilsháttar með blöndun ótilheyrandi
efna, svo sem eins og t. d. það, að láta salt eða sand í
ullina, eða þá að hafa hana hálf blaula eða ekki vel
hreina. Láta svo lítið af lýsi eða ofmikið salt og gróft
í smérið. Láta ögn af vatni í mjólkina. Blanda saman
góðri vöru og vondri, og borga hana sama verði, sem
leiðir til þess að hnekkja vöndun vörunnar og skaða
menn óverðskuldað. Að frambjóða gallaða og skemda
vöru sem góða og gallalausa með þeim ásetningi að
auðga sjálfan sig á annara kostnað, o. s. frv. — AJt þess-