Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 59
53
þunnan að nedan, til þess að ljárinn gæti skorið nógu
nærri rótinni.
Ef raenn svo vildu vinna til að aia upp og eiga
akneyti til sláttar, plæingar og akstursvinnu, — og það
ætti að borga sig hór ekki síður en hestauppeldið, því
að uxar eru vel helmingi sterkari og þolnari til vinnu
en ísl. hestarnir, og fara miklu b.etur með hagana en
hestar, — þá væri þessi áminsta breyting á sláttuvólinni
sú lang-hentugasta og ódýrasta fyrir oss ísiendinga.
Yilji menn þar á móti endilega hafa hentugar
sláttuvólar fyrir 1 eða 2 hesta (eins og þeir gerast hér),
þá er nauðsynlegt, að fá einhverja góða tegund af þeirn
vólum minkaða til stórra muna, tif ísienzkra nota, og
þá jafnframt með þeirri breyting á ljábalckanum, sem eg
mintist á. En það mundi koma til að kosta talsvert
mikið, máske eins mikið og alveg ný vél af óþelctri gerð
mundi kosta. Auk þess sem þess yrði þá að' gæta, að
koma ekki í bága við gildandi einkaleyfi á þeim vélum,
sem nú eru til.
En svo er þriðji vegurinn ef til vill ekki sízt álit-
legur, sem er sá, að láta hór gera (finna upp) nýa litla
sláttuvól fyrir mannsafl, með stuttum ljá, sem legði sig
betur í lautirnar en þeir löngu, og gæti afkastað
verki á við 3—4 menna með einurn manni. Slílca vél
ætti að mega búa hór til, þ. e. a. s. eitt sýnshorn af róttri
stærð, og láta svo síðan smíða nóg af henni á verk-
smiðjum erlendis. S. B. Jólisson.
Frá Ameriku.
Fróðleiksmolar um liitt og' þetta.
Árið 1895 voru útgjöld Bandaríkja stjórnarinnar
sem hér segir: