Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 21
15
komustöðum skipanna. 7. Leiga ,á hérumbil 3/4 meira
lestarúmi (að teningsmáli) í fjárflutningsskipunum, enmundi
útheimtast fyrir kétið eingöngu. 8. Kostbært fóður fyr-
ir fénaðinn á leiðinni út og þegar á land kemur þar, þar
til því erslátrað. 9. Slátrunarkostnaður utanlands. 10.
Landflutningur frá slátrunai'staðnum út um landið, á af-
urðum fjárins, ef til vili, ásamt umbúðum, sölulaunum með
fl. Og svo alt það sem féð heflr léttst og rýrnað, á két
og mör, á öllum þessum flækingi frá því það var rekið af
stað úr átthögunum, sem er alveg óútreiknanlega mikið,
en óefað stórkostlega mikið; — auk þess sem það er á-
takanlega ill meðferð sem féð verður oft að sæta á slik-
um langvarandi hrakningi, og það oft alveg óhjáhvæmi-
lega, þangað til það fær loksins að deyja. —
Og svo á kétið, mörinn og gœran, sem sagt, að
borga allan þennan mikla kostnað, auk hins mikla verðs,
sem hér heima var upphaflega borgað fyrir kindina. Því
að á slátrunarhúsum utanlands, er „innmatur" allur vana-
lega ekki hagnýttur, og als ekki nema að litlu ley.ti.
Þess mikla verðs, sem nú færst ekki lengur, og sem nú
er skoðað sem horflnn fjársjóður, hvar af hljóti að leiða
glötun landbúnaðarins hér á landi, ef ekki þjóðarinnar. —
Og þó er þetta „háa“ verð, sem bændur fengu hér fyrir
féð á fæti fyrir nokkrum árum, ckki cins liátt, og má
að öllum likindum fá fyrir kétið og nýrinörinn aðcins
af jafnvænum kindum, cf á réttann liátt wœri að því
farið. — Og það auk als kostnaðar. —
Þetta er athugavert mál.
Sá árlegi kostnaður, sem nauðsynlega útheimtist til
að flytja kétið ísvarið á markaðinn, mundi verða tiltölu-
lega mjög lítill, ef það væri gert i stórum stíl sem hér
ætti auðveldlega að geta átt sér stað, ef mönnum annars
gæti verið alvara með að sinna þvi alment. Og bændur