Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 45
39
ársins hún er keypt; að eins að það sé gert sem allra
fyrst. — Kaupið hana því að liaustinu ef mögulegt er,
heldur en að draga það til vors, upp á óvissar kringum-
stæður þá, því að hún getur áunnið yður alt að helmingi
þess, er h'in kostar, yfir vetrartímann af að eins tveimur
kúm, ef þér farið rétt að. En að hafna þeim tekjuauka
er alls ekkert hyggilegi'a, en að kasta þeirri upphæð vís-
vitandi i sjóinn tvisvar á ári, eftir að skilvindan er feng-
in. — Og allir sjá vel, hve heimskulegt það væri.
Það er arðmeíra
í flestum tilfellum að eiga eða hafa skilvindu (sé hún góð
og sé hún rétt meðhöndluð) og 2 kýr, en að hafa 3 kýr
og enga skilvindu.
Skilvindan
getur geflð 25 °/0—40 °/0 arð af sínu fulla verði, á hverju
ári, fyrir hverja eina kú, sem hún er brúkuð fyrir — mið-
að við 60 aura smérverð. — En það er sama sem 50
—80 °/o af hverjum 2 kúm o. s. frv. — Hvað er það,
sem ber meiri arð en það í búum bænda, auk kostnaðar?
Er nokkuð til í húwm bœnda, sem ber eins mikinn vissan
arð árlega auk kostnaðar?
Ef ég gæti boðið bændum daglega 5 aura tyrir smér-
ið, sem er í hverjum nýmjólkurpotti, sem kemur úr kún-
um þeirra, þá þætti þeim það máske ekki svo mikið.
En ef óg gæt.i boðið þeim hundrað krónur fyrir smór-
ið, sem felst i hverrí einni meðal-kýrnyt yflr árið (eða í
hverjum 2000 pottum af nýmjólk), þá mundu flestir ganga
að því með mikilli gleði. — En það er sama sem 5 aur-
ar fyrir smérið úr mjólkurpottinum. — Og sama sem
60 aurar fyrir smórpundið, ef 24—5 pund eða 12 pott-
ar af nýmjólk gera smérpundið, sem mun óhætt að gera
ráð fyrir að meðaltali, ef rétt er að farið, hér á landi
8em annarstaðar í heiminum,