Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 26
Smérgerðar-málið.
i.
Þýfting smérgetðar fyrir oss Islendinga.
niórgerð ætti að geta orðið mjög þýðingarmikil
og arðsöm iðnargrein hér á landi sem annarstað-
ar í heiminum, ef hún yrði stunduð viðunanlega
vel. En nú og hingað til heflr smérgerðin hér á landi
verið nálega eingöngu í höndum þeirra manna, sem litla
eða alls enga þekkingu hafa haft, á eðli eða efna-samsetn-
ing mjólkur eða þeim meginreglum, sem meðferð mjólk-
ur og verkun smérs er bygð á. En af þessu leiðir
náttúrlega það, að megnið af því sméri, sem framleitt er
hór á landi, sem þó er í heild sinni tiltölulega sáriítið, í
samanburði við það som hér mætti framleiða af því, er
allshendis óútgengileg vara til framboðs utanJands.
Og jafnvel innanlands er það auk heldur svo tortryggi-
leg vara, að hreinJátt fólk margt hvað þorir ekki að
leggja- sór hana til munns, og kaupir því heldur „vandað“
smór og „margarín“ frá útlöndum fyfir afarhátt verð, og
það upp á fleiri þúsundir króna árlega. Þannig var árið
1897 flutt inn yflr 158 þúsundir punda af smérlíki og
sméri frá útlöndum. Ef sveitabændur íslands hefðu selt
þetta smér, umfram það sem þeir höfðu þá til framboðs
af smóri, og þótt þeir hefðu ekki fengið nema 60 aura
fyrir pundið, þá hefðu þeir þó fengið fyrir það um
95,000 krónur.
Þrátt fyrir helmingi meiri töðuafla nú, en var hór
á Jandi fyrir 200 árum þá er nautpeningurinn þó
nálega helmingi minni nú í landinu en þá var. — Og er