Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 41
35
tegundir sameiginlega, en svo ev þó margt ótalib, er á
mismunandi hátt snertir hinar ýmsu einstöku tegundir
skilvinda, eftir byggingarlagi þeirra.
En áður en ég fer svo langt, vil ég meö fám orð-
um skýra hér eiginleika verkfæi'isins og verkefnisins, svo
að hin nauðsynlegu skilyrði verði skiljanlegri.
Nýmjólk er þunnur fitulögur, er myndaður er af
eggjahvítukendum efnum, mjólkursykri og málmefnum,
uppleystum í vatni. í þessum legi sveimar mesti ara-
gnii af nærri óskiljanlega smáum, en þó mismunandi
smáum fltuögnum.
Þessar fltuagnir mynda rjómann þegar búið er að
ná þeim úr mjólkinni, og er áríðandi að ná þeim sem
allra flestum. í venjulegri kúamjólk eru þessar agnir að
þvermáli sem næst */B000 úr þuml. að meðaltali, en eru
þó talsvert misstórar hjá hinum ýmsu kúm, eftir kyn-
ferði þeirra.
Þessar fituagnir eru því smærri en það, að hægt
sé að siá þær úr mjólkinni með jafnvel hinni allra smá-
gerðustu síu. Og er því enginn annar vegur nú þektur
til að ná þeim, en sá, að hagnýta á einhvern hátt eðlis-
þyngdarmismun þann sem er á smérfitunni og mjólkur-
leginum fltulausum, (n. 1. undanrenningunni). Og er
gárrila aðferðin, sú að „setja“ mjólkina, samkvæmt því
möguleg, þó (óheppileg só,) með því að fituagnirnar leita
smám saman upp til yflrborðsins án verklegrar tilhlut-
unar, þegar mjólkin fær að standa nógu lengi alveg
hreyfingarlaus, af því að þær eru nokkuð léttari með tilliti
til rúmmálsins, en lögur sá ei' þær fljóta í; og jafnframt
dragast hin þyngri efni mjólkurinnar niður á við fyrir afl
þyngdarinnar.
En nýja, aflfræðilega aðferðin er i því fóigin, að mið-
flóttaafler framleitt og þvi beitt í samvinnu við þyngdaraflið,