Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 53
47
maður er lifandi dauður, og því líklegur til að mótstanda
öllum umbótum i öllum greinum, og öllu, sem miðar til
að uppljóma lífið og bæta lífskjör meðbræðra sinna.
S. B. Jónsson.
Á bersvæði.
Eftir Backel.
„Að fara svo langt scm maður kcmst" — er
regla, sem sumir fylgja trúlega í viðskiftum við náung-
ann. — En hverjum er að þakka það þótt hann fari
ekki lengra en hann kemst? —
Það er sem sé ekki þakka vert þótt þjófurinn
steli ekki, þegar hann getur það ómögulega. Né heldur
er nokkurum öðrum þakkandi fyrir, þótt hann gangi ekki
lengra en hann kemst i því að ásælast náungann á ann-
an hátt.
Þótt það sé ef til vill almenn regla að fava svo langt
sem maður kemst, þá má reiða sig á, að það er ljót
rcgla, þegar henni er fylgt til þess að skaða náungann,
eða til þess að níðast á neyð annara, eða trausti eða
góðsemi, eða vanþekking eða vangæzlu annara eða þvi-
likum sérstökum kringumstæðum — sem því miður á
sér stundum stað. — Og sú regla er engu siður Ijót og
r'óng} þótt henni sé fylgt af vana og hugsunarleysi, án
sérstakra illra hvata, eða vegna þess að tizkan heimilar
hana.
Hinsvegar getur þó verið alveg rétt að fylgja þeirri
reglu undir ótal mörgum kringumstæðum í daglegum
viðskiftum. Meðal annars þar sem þeirri reglu er að
mæta, og báðir eru ótilneyddir og standa jafnt að vígi.
°g svo auðvitað alstaðar þar, sem er tækifæri til að
g&gnast sjálíum sér, öllum öðrum að skaðlausu; en þó