Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 32
26
unar, og tilgreint er hér að framan, — og þeir ættu að
hafa það á hverju ári hór eftir. — Þá hefði sú upphœð
eingöngu orðið samtals kr, 535,025,70, eða sem næst
eins mikið og nemur öllum árstekjum landssjóðsins. —
— — Það er athugavert þetta: Menn flýja iandið árlega
í hundraðatali, af því að hér só ekki hægt að lifa, af því
meðal annars, hvað kúgun sé hér voðaleg, og „álögurnar"
til iandssjóðsins þungbærar; En ]>ó hafnar ein sérstök
stótt landsins (landbúnaðarstéttin), eins mikilli fjárupphæð
árlega, ár eftir ár, þrátt fyrir allar tilraunir einstakra
manna til að fá hana til að rótta út hendurnar eftir henni,
eins og nemur ollum árstekjum landssjóðsins, hér um hil
fimm sinnum — þessa Yirði er nú smérgerðarmálefnið.
I5að eru nú liðin um 4 ár síðan eg fyrst hreyfði
þessu máli hér á landi (þá frá Winnipeg í Manitoba). Um
málið hefir talsvert verið ritað hór í blöðin o. v. siðan, og
það af nokkurri þekking á eðli og gildi málsins, og alt
hefir það verið í þá átt að hvetja til almennra fram-
kvæmda í því efni. Svo veitti þingið 1899 kr. 20,000,00
með góðum kjörum sem lán tii stofnunar smórgerðarhús-
um og auk þess fleiri eðr færri þúsundir til smérgerðar-
kenslu og til utanfarar til að kynnast smérgerð o. s.
frv. Svo veitti þingið eða frambauð landsmönnum ríf-
leg verðlaun fyrir að gera gott og útgengilegt smér. —
Og sala smérsins fyrir hátt verð utanlands er oss fyrir
löngu og sérstaklega framhoðin, þegar að eins að smerið
er til nógu gott. — — En liver cr árangurinn ? —
— Eitt eða tvö lítilfjörleg samlög til smérgerðar, það óg
til veit. Og þau bæði eru, að þvi er eg hófi til spurt, stofn-
uð af svo miklum vanefnum, og með svo óhyggilegu
fyrirkomulagi, að því er áhöld og útbúnað snertir, að það
er mjög hæpið að smérið geti orðið vel útgengilegt, og