Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 65
59
i
Og vellina slétta og iðjagræna.
Lóku þá hvervetna um liagana hjarðir,
Og hömuðnst viltar um allar jarðir.
í vötnunum flskar og selir synda,
Og svakaleg ógrynni vatnakinda.
En fuglarnir sungu sólarljóð;
í sannleika var þá náttúran góð.
En fegurst af öllu, sem fann ég þar,
—Já, fegurst af öllu, sem skapað var—
Var maðurinn ungi, sem alfaðir skapti,
Alföður líkur að vizku og krapti.
Roði þá leið mór um ljósa kinn,
Er leit ég þig maður í fyrsta sinn.
Sögu þótt hefði’ eg að segja áður,
Sögunnar breyttist nú aðal-þráður.
Um þúsundir aldanna — þúsundir daga—
Þú vai-st mitt afbragð — mín uppáhalds-saga:
En svo fór að allt annað síðar mér hvarf
Er sá ég þig byrja hið mikla starf:
Þú bjóst þér til föt, og byggðir þér hús,
Því bráðgjör var sál þín og höndin fús
Til starfa: að uppgötva, breyta og bæta
Úr því böli og stríði er hlaustu að mæta,
Og sigra’ hina glepsandi, viltu varga,
Er vildu þór jafnan með ofríki farga;
En vernda þá gæfu frá kúgun og kvíða,
Og konna þeim, þínum lögum að hlýða;
Og breyta því ýmsu, sem áður var skapað.
En engu sá ég það hefði tapað.
Þú grófst úr jörðunni guil og nuð,
Þú grefur úr jörðunni daglegt brauð;
fú siglir um höfin, sem fuglinn íríður