Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 27
21
það voðaleg afturför. — En eigi að síður eru þó enn svo
mai'gar kýr i landinu, sein þarf til að framleiða árlega
um þrjár milíónir punda af smóri, ef vel væri á haldið,
eða því sem næst. Og auk þess mundi mega framleiða
alL að 2 millíónum punda af sauðasméri. Og nálega öllu
þessu sméri og smérefni er árlega eytt í landinu, auk
þess sem flutt er inn frá útlöndum af því tæi. Og það
af rúmum 70,000 manna. En það gerir um eða yfir
72 pund á mann á ári.
Árið 1899 keyptu Bretar 335,372,600 pundafsméri
frá út.löndum, og borguðu fyrir það yfir 17 milíónir pund
sterling í peningum. — Og af því seldu Danir nærri
helminginn. — En svo framleiddu Bretar heima hjá sér
nærri því jafn-mikið smér og þeir keyptu að. Og þó
er öil sméreyðslan á Bretlandi ekki meiri en sem svarar
20 pund á mann, eða nærri 3/4 pörtum minni á mann en
hér á landi.
Þetta er því athugaverðara fyrir oss vegna þess, að
smér er, eins og það er vanalega, mjög varasöm fæðuteg-
und, eins og ósoðin og illa hirt mjólk er æfinlega; og
svo vegna þess, að smér er tiltölulega ónýtt tii mann-
eldis til samanburðar við flest annað, en þó sem sœlgœtis
vara í afarháu verði vanalega, og þvi mjög ginnandi að
hafa sem mest af því til sölu að hægt er, og á sem hœstu
verði, svo hér sem annars staðar í heiminum, enda er
nægta nóg hér á landi af alls konar fitu, sem er bæði
holiari og langtum ódýrari en smérið.
Samkvæmt vísindalegum rannnsóknum, sem gerðar
hafa verið á íyrirmyndarbúinu í Ottawa í Canada um verð-
gildi fóðurtegunda, þá er nýin júlk liæringariuilllli sem
skepnufóður í öllu falli (til holda) en alls konar hey, strá og ill-
gresi, eftirvigt, miðað við þarlent verð á bezta heyi ($ 9,00,