Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 49
43
borða hænuegg á 5 aura stykkið, eins og bezta geldgripa■
két á 33 aura pundið. — En í Reykjavík kaupa menn
magurt. graðneyta og belju ket á alt að 35 aura pund-
ið, og þykir gott að fá það.
Það er því gefið, að það borgar sig betur að selja
hænuegg á 5 aura stykkið, en að borða þau, Jiar sem
gott nautgripaket er selt fyrir 18—20 aura pundið, þótt
það borgi sig ávalt vel að neyta þeirra heima á
heimilinu.
A heimilum, þar sem landrými er nægilegt, svo að
hæns geti gengið sjálfala úti þegar gott er veður, þar
ætla ég að ekki þurfi að ætla hænunni til fóðurs yfir
árið, til þass að hún sé vel haldin, meira en 30 pund af
korntegundum alls konar, auk garðávaxta og ýmislegs er
tilfellur af verðlit.lum úrgangi o. þ. u. 1. á heimilinu dag-
lega. Ef nú pundið af korninu kostar 8 aura, þá
kostar ársforði hænunnar af þvi kr. 2, 40. Sé nú vel
farið með hænuna, bæði að þvi er fóðrið og alla hirðingu
snertir, þá á hún að gefa af sér um 14 pund af eggjum
yfir árið. Virði maður nú eggja pundið á 50 aura (egg-
ið á 5 aura) þá gerir það kr. 7, 00 árs tekjur af hverri
hænu, eða kr. 4, 60 auk fóðurkostnaðar. Auk 14 punda
af eggjum ætlast maður til, að hver hæna gefi svo sem
2 framgengna unga að haustinu, sem ég ætla að reikna
á móti því sem fóðrið auk kornsins kostai yfir árið. Hirð-
ingin, hús og ábyrgð o. þ. u. ]. kostar nú auðvitað eitt-
hvað, en ég ætla að sá kostnaður sé ekki mjög tilfinnan-
legur fyrir t. d. 10—20 hæns á heimili, einkanlega sé
stundunin eins og hún á að vera.
Setji maður nú, að eggin séu ekki nema 30 aura
virði pundið ti). heiinaneyzlu, til sveit.a, til móts við ódýrt
ket t. a. m., og að fóðurkostnaðurinn sé hinn sami og
áður var áætlað, þá verða þó kr. 1, 80 afgangs fóður-