Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 70
64
bjartara umhverfis í þeiin hlutum borgarinnar, sem liggja
fyrir norðan White Head og Themsá. — Þá var pað að
þreklega vaxinn maður ktæddur sem velmegandi bóndi
gekk eftir stræti borgarinnar; hann var góðlegur en þó
kænlegur að yfirlitum. Hann lét staðar numið fiammi
fyrir húsi einu litlu, sem reist hafði verið eftir eldsvoð-
ann 1666; hann hugsaði sig um noklaa stund, en gekk
svo eftir stundarkorn inn i húsið og fór að klyfa upp riðið,
sem lá upp að efsta loftinu. í herbergi á efsta ioftinu
sem maður þessi fór inn í, sat ungur maður við borð,
er var alþakið teikningum og skjölum. Hann var svo
sokkinn niður í starf sitt, að hann tók ekki eftir aðkomu-
manni fyr en hann var kominn inn í herbergið, og fleygði
hann þá frá sér pennanum og spratt á fætur.
„Já, já!“ hrópaði bóndi hlægjandi; „þar sé ég þig
þó, sem ert þó á góðum vegi með að gera þig ósýnileg-
an. Þú ert annars furðu fölur, það kemur til af kyr-
setum. Ég á að færa þér kveðju heiman að frá konu
minni og þó einkum frá Kötu. Enn freniur hef ég einka-
leyfi til að fara með þig heim annaðhvort dauðan eða
lifandi og það undir eins í dag“.
Hinn ungi maður roðnaði iítið eitt og sagði: „Vertu
velkominn, frændi, og þakka ég þér fyrir vingjarnleika
þinn. Ég hefi lengi haft i hyggju að heimsækja þig og
þína; en hefi ávallt hætt við ferðina, til þess að þjá ykkur
ekki með kvörtunum mínum. Því að ekkert lagast enn
þá fyrir mér“.
[Framhald næi’Btj.
-0-*O*0-