Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 11
uðum landsins. Sömuleiðis fréttir um nýjar uppgötvana-
tilraunir, verzlunarfróttir o. þ. h.
Hlin vill svara fyrirspurnum um verkleg mál o. þ.
u. ]., eftir fOngum.
Útgefandanum til inntekta og almenningi til fróð-
leiks, en kostnaðarlaust til kaupenda, mun Hlin flytja svo
mikið sem unt er af aðfengnum auglýsingum, og með
svo góðum og rýmiiegum kjörum til auglýsenda, sem
mögulegt er. En gagnvart auglýsendum vili IHin gera
þá kröfu, að þeir auglýsi ]>a!i eitt, sem er satt og áreiðan-
legt, og það sem þeir svo standa við þegar til kemur;
en ekki öfgar, lygar og skrum, eins og surnir tíðka, sjálf-
um sér til ámælis og skaða. Og jafnframt á þá að rnega
ætlast til, að fólkið reiði síg á, að auglýsingarnar í Hlin
séu áreiðanlegar og sannar.
Hlin á að koma út tvisvar á ári til að byrja með,
í kápu, 8-12 arkir í það minsta um árið, aulc aðfeng-
inna auglýsinga, — og eftir því fleiri arkir árlega, sem
útbreiðslan verður meiri á fyrsta árinu.
Til áskrifenda kostar Hlin að eins eina krónu árg.
hér á landi, ef borgað er fyrirfram. Annars kostar ár-
gangurinn kr. 1.50, er þó borgist til útg. fyrir 1. Nóvem-
ber næsta ár og framvegis árlega.
Einstök hefti eða númer f1/^ árg.) kostar 75 aura,
er borgist fyrirfram.
Erlendis kostar Hlin kr. 1.00 heftið—til áskrifenda
kr. 1.50 árg. er borgist fyrirfram. Sérstök kjör til
góðra útsölumanna % Ameríku.
Uppsögn að Hlin er bundin við 1. Október, Og er
ógild nema að skriíleg sé og komin til útg. fyrir 1. Júlí
sama árs,