Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 97
91
Tvær neðstu línurnar tákna
breidd hálfs baksins, í lykkjufjölda
og þumlungum; n. 1. 42 lykkjur
á 6 þml. Breiddin þvert um, um
öxlina er 9 þml. og þar á t. d.
63 lykkjur, eins og línan þvert
um miðja myndina vísar til.
Ská-línan að neðan sýnir að 21
prjón er aukið í neðan frá þeim
megin og upp að öxl. Miðað við
að 12 umferðir geri þumlungs
lengd, þá verða 6 þumlungar, og
þar á 108 umferðir neðan frá og
upp að axlarlínunni beint upp.
Skálínan að ofan sýnir, að frá öxl-
inni og uppúr á að taka úr 42
prjóna. Tvær efstu línurnar þýða það, að breiddin að
ofan þvert um frá sniðinu á öxlinni á að vera þrir þml.
og þar á 21 lykkja. Tvær litlu línurnar ofan við axlar-
strikið, til hægri á myndinni, þýða það, að sú hæð frá
þverstrikinu upp úr sé 6 þml. og þar á 72 umferðir,
hvar á úr sóu teknar 42 lykkjur hinu megin eins og áður
var sagt. Á sama hátt má gera hinn hluta baksins, að-
eins að gæta þess, að úrtakan á honum só á hina hlið-
ina, og svo boðangana á líkan hátt, o. s. frv.
Þessi mynd með þessum sniðreglum er hér sótt til
að sýna tiltekin hlutföll, en umferða og lykkjufjöldinn, er
eðlilega mjög mismunandi eftir stærð flíkurinnar og
bandsins, m. m.
Að gefa vissar reglur um, hve marga prjóna og
hve margar umferðir þarf í sokka eða aðrar prjónflikur,
er ómögulegt, né heldur um hve lengi sé verið að prjóna
9. mynd.
3 INCHE3